Glæsilegur PR árangur sértrúarhópanna Vantrúar og Siðmenntar

Það var árið 1000 sem meðvituð ákvörðun var tekin um að á Íslandi skyldi verða kristinn siður. Alla tíð síðan hefur sá siður verið viðurkennd sameiginleg arfleifð íslenskrar þjóðar. Hin kristnu gildi hafa þannig fylgt okkur íslensku fólki mann fram af manni. Alla tíð hefur það verið látið óátalið að „blóta á laun“ svo almennt trúfrelsi er ekki nýtt mannréttinda fyrirbæri fyrir íslenskri þjóð. Hér er ekki verið að tala um hvort einstaklingar séu persónulega kristnir. Nei! Við erum að tala um grundvallar lífsviðhorf þjóðfélags, hvaða persónulega trú eða eftir atvikum svonefnt trúleysi sem við svosem aðhyllumst. Meðal íslenskrar þjóðar ríkir nefnilega trúfrelsi og hefur það svo verið um langan aldur, þótt íslenska þjóðin sem slík tilheyri hinum kristna hluta veraldarinnar. Það er nefnilega vandfundinn  sá þjóðfélagsafkimi sem ekki á með sér slík afmörkuð grundvallarviðmið fyrir gildi sín. Kristni, Gyðingdómur, vúdú eða Islam, gildir einu.  

Með þeirri stefnu sem svokallað mannréttindaráð, (mannréttindi snúast ekki bara um mannréttindi minnihluta, þau snúast merkilegt nokk líka um mannréttindi meirihluta), hefur ákveðið að fylgja með þeim formerkjum að trúboð eigi ekki heima í skólum landsins er beinlínis verið að ganga erinda fámennra öfgasinnaðra sértrúarsamtaka eins og Vantrúar og Siðmenntar. Varaformaður þess síðarnefnda er reyndar orðinn innanbúðarmaður í þessu borgarapparati og þar með í lykilaðstöðu til að boða fagnaðarerindi samtaka sinna sem helst hafa afrekað það að dikta upp allskonar innihaldslitlar gerfiathafnir sem fengnar eru að láni frá kirkju og kristni eða öðrum hliðstæðum aðilum. Það er reyndar búið að finna upp nýyrði fyrir þessi samtök "lífsskoðunarfélög" og skal þeim "lífsskoðunum" þröngvað upp á íslenska þjóð með g eða i. 

Það ber vott um einstaklega mikinn tvískinnung að ætla sér að þykjast kasta fyrir róða öllu sem þetta fólk heldur að hafi hættulega skírskotun til kristinnar trúar. Á sama tíma er reynt að friðþægja fólk með því að telja því trú um að ekki standi til að fjarlægja húllumhæið sem tengist helstu hátíðum kirkjuársins. Er kristin skírskotun þessara hátíða þá ekkert hættuleg? Bara sumt.

Það væri svo sem rökrétt að viðkomandi siðmenntar varaformaður setti einvern málsmetandi félaga sinn í það að dikta fram „borgaraleg“ litlu jól með „borgaralegt“ jólabarn (ég sting uppá „borgaralegum unglingi“ í staðin) og „Borgaralegar“ páska súkkulaðifígúrur. Svo maður tali nú ekki um að koma með eitthvað mótvægi við heilagan Nikulás, Hinn „borgaralegi“ kókakóla jólasveinn hefur of mikla skírskotun til þess heilaga. Menn geta þó huggað sig við að jólasveinar eru orðnir miklu meira áberandi í jólahaldi heldur en líkneski af blessuðu „jólabarninu“. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig „borgaralegu“ árstíða hátíðirnar verða. Reyndar er það æsispennandi að fylgjast með öllu „borgaralega“ dótinu sem á að leysa af hólmi allt það hættulega sem hingað til hefur eitrað hug fólks og þá hættulegu lífsfyllingu sem fólk hefur hallað sér að jafnt á tyllidögum og þegar eitthvað hefur bjátað á í lífinu. Það er náttúrulega stór hættulegt að kenna börnum það að til sé einhver kjölfesta sem hægt er að leita sér hugarróar í er eitthvað á bjátar í lífinu.

Aðkoma fagmanna á sviði sálusorgunar þegar voða ber að höndum, eða gjöf, þeirra almennu borgara sem mynda hið þverkirkjulega félag Gídeon, sem um sex áratuga skeið hefur verið færð skólabörnum, eru hvorutveggja nú talin stórhættuleg sálarheill vaxandi kynslóða.

Aðgerðir þessa svonefnda mannréttindaráðs er atlaga að þeim dýrmætu gildum sem þjóð okkar hefur haft í heiðri í rúm 1000 ár og svívirðing á lífsgildum og andlegri kjölfestu mikills meirihluta íslenskrar þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér. --- Þakka þér fyrir.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:50

2 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hilmar,
Finnst þér mikilvægt að Íslamskir imanar fari að mæta í skólana og leikskókana og fræða börnin okkar um  Múhameð og íslamskir siði og gildi?  Eða að ásatrúarmenn mæti reglulega í skólastofurnar og fræði börnin um viðhorf ásatrúarmanna til tilverunnar?  Eða, myndi það hugsanlega fara dálítið í taugarnar á þér?  Vilt þú ekki sjálfur fá að hafa áhrif á það hvaða trúarbrögð börnunum þínum eru innrætt?

Af hverju á fólk sem ekki er kristið að sætta sig við að verið sé að innræta börnum þess trú sem stangast á við trúarafstöðu þess?  Mér finnst t.d. skipta verulegu máli að ekki sé verið að halda að mínum börnum allskonar bábilju og dellu sem sannleik.  Mér finnst skipta máli að ekki sé verið að eitra sálir minna barna með hótunum um eilífa kvöl í helvíti, ef þau geti ekki trúað og tekið fyrir satt algerlega fráleita hluti eins og sköpunarsögu Biblíunnar, syndaflóðið, meyfæðingar og aðra slíka firru.  Mér finnst skipta máli að borgaraleg yfirvöld þjóðarinnar láti vera að halda slíkri þvælu að ungviðinu.

Þú getur bara sjálfur séð um að bulla við þín börn, og getur séð um það sjálfur að fara með þau í kirkjuna og sunnudagaskólann.  það er enginn að fara að banna neinum að innræta börnum sínum þau trúarbrögð sem fólki hentar.  Það er bara verið að berjast fyrir því að skólinn haldi sig við það hlutverk sem honum er ætlað, að stunda fræðslu

Theódór Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 00:06

3 Smámynd: Hilmar Einarsson

Theódór.

Þér veitti nú ekki af smá upprifjun í lestri. Ef þú hefur getað stautað þig í gegnum greinina ætirðu að átta þig á því að þar er verið að færa rök fyrir sérstöðu kirkjunnar í íslensku þjóðfélagi og rifjað er upp hvernig uppruni kristni á íslandi var. Með umburðalyndi íslenskrar kristni gagnvart launblótum voru skref trúfrelsis á íslandi stigin.

Hilmar Einarsson, 23.10.2010 kl. 01:10

4 Smámynd: Styrmir Reynisson

Gaman að þú skyldir svara honum Tedda á þennan hátt.

Því þú veist bersýnilega eins lítið um kristnitökuna og mannréttindi. Þetta er fáránleg grein.

Þú lætur eins og allir hafi tekið kristni árið 1000. Það er einfaldlega rangt. Örfáir goðar tóku kristni. Það tók mörg hundruð ár að kristna þjóðina og páfi skrifaði biskupunum íslensku margoft til að skamma þá fyrir að íslendingar væru hundheiðnir. 

Styrmir Reynisson, 23.10.2010 kl. 08:31

5 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hilmar,

Ég veit vel hvað þú ert að segja og ég las alla greinina þína orð fyrir orð.  Málið er að það er enginn að fara að afkristna þjóðina.  Það er bara verið að reyna að koma í veg fyrir að verið sé að stunda trúboð í skólunum.  Auðvitað heldur kristnin áfram að svífa hér yfir vötnum á meðan nógu margir Íslendingar haldast kristnir.  Og auðvitað hefur kristnin haft gífurleg menningarleg áhrif.  Ég geri mér t.d. alveg grein fyrir því að í menningarlegum skilningi er ég kristinn maður, þó að ég sé trúlaus.  Tímarnir breytast og mennirnir með, er stundum sagt, og það er ekkert þar með sagt að sú þjóð sem í þessu landi býr muni um aldur og ævi verða kristin.

Mér finnst þessi skætingur þinn út í borgaralegar athafnir ósköp vanhugsaður og sjálfmiðaður.   Finnst þér t.d. eðlilegt að þegar ég verð borinn til grafar, alger trúleysingi sem allt sitt líf hefur haft skömm á bullinu í prestunum, verði jarðsunginn af presti sem fer að jarma um einhvern þríeinan Guð sem muni taka mig í faðm sinn handan grafarinnar?  Ég kæri mig bara ekkert um slíkan skrípaleik.

Flest samfélög manna hafa  þróað með sér hátíðlegar athafnir utan um mikilvægustu tímamóti í lífi fólks, eins og fæðingar, giftingar, útfarir og slíkt.  Af hverju ert þú að illskast út í það að trúlausir komi sér um hliðstæðum athöfnum?  Mér finnst að þú ættir að skoða vel hug þinn og reyna að grafa upp hvað það er sem veldur þér slíkum pirringi.

Að lokum langar mig að benda þér á að ég lagði það á mig að svara þér hér fyrir ofan og beindi til þín nokkrum spurningum.  Í stað þess að svara málefnalega kaust þú að virða spurningarnar að vettugi og hreita þess í stað í mig skætingi.  Þetta finnst mér lélegt af þér.

Theódór Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 10:49

6 Smámynd: Hilmar Einarsson

Blessaður Theódór.

Því er til að svara varðandi spurningar þínar hér að ofan, að þær varða einfaldlega ekki það efni sem í grein minni er. Ég minnist ekki einu orði á innrætingu eins eða neins. Í upphafi greinar minnar ritaði ég eftirfarandi: "Hér er ekki verið að tala um hvort einstaklingar séu persónulega kristnir. Nei! Við erum að tala um grundvallar lífsviðhorf þjóðfélags, hvaða persónulega trú eða eftir atvikum svonefnt trúleysi sem við svosem aðhyllumst. Meðal íslenskrar þjóðar ríkir nefnilega trúfrelsi og hefur það svo verið um langan aldur, þótt íslenska þjóðin sem slík tilheyri hinum kristna hluta veraldarinnar. Það er nefnilega vandfundinn  sá þjóðfélagsafkimi sem ekki á með sér slík afmörkuð grundvallarviðmið fyrir gildi sín. Kristni, Gyðingdómur, vúdú eða Islam, gildir einu."  

Aðeins um spurningu þína um að ég sé að "illskast út í það að trúlausir komi sér um hliðstæðum athöfnum" Þá er það nú svo að borgaralegar giftingar hafa tíðkast svo lengi sem elstu menn muna. Enda er gifting í eðli sínu veral,dlegur gerningur. ´Wg er að finna að þeim tvískinnungi sem felst í þeim "athöfnum" sem t.d. einstakir meðlimir siðmenntar hafa tekið að sér að búa til. Mér er kunnugt um það hvernig fyrstu "borgaralegu fermingarnar" komu til hjá gyðingnum sem var aðalhvatamaður siðmenntar. Ég held líka að það séu óþarfa áhyggjur sem þú hefur af því hvernig þú verður meðhöndlaður þegar þú hefur snúið tánum upp. Það er nefnilega sáralítill munur á "trúarlegum" og "veraldlegum" (borgaralegum) jarðaförum. Í báðum athöfnum er flutt sú tónlist sem aðstandendur hafa valið (væntanlega í samráði við hinn látna) og öllum er frjálst að halda líkræður og þarf ekki prest til. Ég skil ekki vandamálið. Ekki er það öfund út í trúarlegu athafnirnar? Nei ég reikna nú ekki með því. Öllum er frjálst að baka fínar kökur og smyrja flottar brauðtertur til þess að halda uppá það þegar börn eru nefnd. Er verið að öfundast út í hina trúarlegu blessun þegar börn eru færð til skýrnar? Nei ég "trúi" því nú ekki. 

Það sem ég er að benda á (ég kannast ekki við neina illsku) er að það er óþarfi að "trúlausir" séu að "feika" innihaldslausar athafnir.  

Hilmar Einarsson, 23.10.2010 kl. 20:45

7 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hilmar,

Ég er að finna að þeim tvískinnungi sem felst í þeim "athöfnum" sem t.d. einstakir meðlimir siðmenntar hafa tekið að sér að búa til. Mér er kunnugt um það hvernig fyrstu "borgaralegu fermingarnar" komu til hjá gyðingnum sem var aðalhvatamaður siðmenntar.

Er ekki allt í þessu sem segja þarf?

Ég bið þig bara vel að lifa.

Theódór Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Einarsson

Höfundur

Hilmar Einarsson
Hilmar Einarsson
Höfundinum er ekkert úr mannlegu samfélagi óviðkomandi

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 247

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband