Hverjir eru það eiginlega sem eru hræddastir um börnin sín í skólum landsins?

Ef menn myndu nú staldra augnablik við og kynna sér hvernig þessum hlutum varðandi samskipti við kirkju og kristni hefur verið háttað, einmitt í þeim skólum þar sem mikill fjöldi nýbúabarna sem tilheyra fjölda annarra trúarbragða hefur verið. Þá kæmi kannski sannleikurinn í ljós hvað þetta "að troða henni ofan í börn annara trúar" stendur í raun og réttu fyrir.

Þeir sem hafa andskotast mest í því að útrýma kristnum trúararfi og gildum eru nefnilega EKKI foreldrar barna af öðrum trúarbrögðum. Þeir hafa nefnilega upp til hópa tekið kirkjuheimsóknum og kynningu á kristni fagnandi.

Fólk af öðrum trúarbrögðum skilja nefnilega betur en trúleysingjar hversu mikilvægt það er börnum þeirra að eiga einhverja þá sannfæringu innra með sér sem gott getur verið að halla sér að ef eitthvað á bjátar í lífinu. Slíkt fólk ber því virðingu fyrir trú annarra og fagnar því að börn þeirra fái að fræðast um önnur trúarbrögð og þá ekki síst að læra að þekkja þau trúarbrögð sem það þjóðfélag sam þau hafa valið sér að gista, byggja gildi sín á.

Íslenskir trúarandstæðingar þykjast vera að berjast fyrir því að þeirra eigin börn fái að taka sjálf afstöðu til trúar. Hvernig í ósköpunum eiga þessi börn að taka slíka sjálfstæða afstöðu ef teim trúararfi sem íslensk þjóð byggir aðallega á skal markvisst haldið frá þessum einstaklingum og börnin markvisst alin upp í þeim rétttrúnaði trúleysinga að fegurð lífsins felist í því að traðka þennan trúararf í svaðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Einarsson

Höfundur

Hilmar Einarsson
Hilmar Einarsson
Höfundinum er ekkert úr mannlegu samfélagi óviðkomandi

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband