Veruleikafirring "feminísks" þankagangs

Ég er hræddur um að það ágæta þingdýr (sbr: karl (blátt)- og kvenkynsorðin (bleikt) þingmaður/þingkona) Kolbrún Halldórsdóttir hafi nú farið yfir strikið.  Litir merkispjalda og klæðnaðar smábarna skipta akkúrat engu máli varðandi jafnréttis- og mannréttindamál.  Ef öll heimsins vandamál er orðin svo lítilmótleg að komið sé að því að ekkert sé oroðið eftir að lagfæra annað en slíkur hégómi.  Þá erum við sko í  góðum málum.  Ég veit ekki hvort þessi umræða sé einhver angi af þessum svokallaða femíníska þankagangi?  Ef svo er þá er þetta ennþá einn vísbendingin um það hversu þessir svonefndu femínistar eru orðnir veruleikafirtir.  Við getum líklega öll verið sammála um að það eru tvær grunngerðir sem fæðast af spendýrategundinni homo sapiens en það er annarsvegar stúlkur og hins vegar drengir.  Þessað tvær gerðir eru að mestu eins útlítandi en staðreyndin er samt sú að veruleg líffræðileg atriði greina þær að sem síðan aukast fremur en minka með aldrinum.  Þessari "staðreynd"  verður því miður ekki mómælt, og ég hélt að flestir lærðu þetta í líffræði frá blautu barnsbeini.  Spurning mín er sú hvort Kolbrún muni ekki flytja tillögu um að bannað verði að fæða svona mismunandi gerðir af homo sapiens.Því verður ekki neitað að staða sjálfsagðra mannréttinda í byrjun síðustu aldar var slík að hreyfingar t.d. á sviði kvenréttinda og jafnréttis þurfti til þess að leiðrétta kúrsinn í þeim efnum og verður augum ekki lokað fyrir því að það hefur orðið verulega ágengt.  Það hefur sannast að farsælast sé að unnið verði að sjálfsögðum mannréttindum á yfirvegaðan hátt án alls ofstopa.  Því miður virðist sem þau furðuleg fyrirbæri sem kalla sig feminista séu vísir að slíkum öfgahópum sem virðast líklegir til þess að spilla fremur fyrir þeim málefnum sem þeir þykjast berjast fyrir.  Ég held ég verði að segja fyrir mína parta að þessi "snobb" hreyfing sem kennir sig við femínisma virðist vera samansafn af rugludöllum. Það er ekki á rugluganginn bætandi eftir umræður síðustu daga vegna embættisheitisins “Ráðherra”.  Ég held ég verði að taka undir orð sem fram komu í athugasemd við ágætis blogg varðandi þetta hljóti að vera einhverskonar minnimáttarkennd hjá Kolbrúnu blessuninni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mosi hvetur alla að lesa betur hvað Kolbrún Halldórsdóttir spyr um í fyrirspurn sinni. Það er ótrúlegt hve margir eta upp vitleysuna hver eftir öðrum án þess að kynna sér betur um hvað málið er. Fyrir vikið minnir þetta á frægt ævintýri eftir H.C. Andersen um fjaðrinar sem urðu að dauðum hænum! Fyrirspurnina má lesa hér á eftir.

Mosi

135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 318 — 284. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um aðgreiningu kynjanna við fæðingu.
Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.   

1. Hvernig hefur sú hefð mótast á fæðingardeildum opinberra sjúkrastofnana að nýfædd stúlkubörn eru klædd í bleikt en drengir í blátt og þeir auðkenndir með bláum armböndum og stúlkur með bleikum? 

2. Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að nýfædd börn verði ekki aðgreind eftir kyni með bleikum og bláum armböndum og að þau verði framvegis klædd í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti?

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Einarsson

Höfundur

Hilmar Einarsson
Hilmar Einarsson
Höfundinum er ekkert úr mannlegu samfélagi óviðkomandi

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband