Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.10.2007 | 23:41
Hver valtar yfir hvern?
Það er algengur misskilningur sem kemur fram hjá mörgum bloggurum vegna þessarar fréttar að það sé samasemmerki milli ríkis og þjóðkirkju. Staðreyndin er nefnilega sú að íslenska þjóðkirkjan er algerlega sjálfstæð og ræður málum sínum án atbeina ríkisvaldsins. Æðsta stjórn hverrar kirkjusóknar er í höndum kjörinnar sóknarnefndar í umboði safnaðarins. Kirkjuþing sem hefur á að skipa kjörnum fulltrúum leikmanna (kosnir af sóknarnefndarfólki) ásamt fulltrúum presta fer síðan með formlegt ákvörðunarvald í málefnum kirkjunnar. Sem sagt æðsta stjórn þjóðkirkjunnar byggist á stjórnháttum fulltrúalýðræðis. Allt tal um opinbera starfsmenn og fjárhagslega stjórn ríkisvalds eikennist af vanþekkingu. Meðlimir Þjóðkirkjunnar greiða til hennar sóknargjöld sem innheimt eru í gegn um skattkerfið sem þýðir að ríkisvaldið veitir kirkjunni þá þjónustu að innheimta þessi gjöld. Þetta eru ekki skattar. Launagreiðslur presta eru síðan kapítuli út af fyrir sig sem byggist á umfangsmikilli eignaumsýslu sem her verður ekki nánar útlistuð.
Nokkrir bloggarar fordæma hversu allir eru vondir við samkynhneigða. Þessi mál snúast ekki um nein slík viðhorf. Vissulega hefur þetta verið minnihlutahópur í gegnum tíðina, margir hafa fordæmt slíka kynhneigð en aðrir hafa unnt þeim einstaklingum þess að vera eins og þeir eru. Slíkt gildir reyndar um alla þegna þessa lands og um heim allan. Það eru grundvallarréttindi mannlegrar reisnar að allir einstaklingar fái að vera þeir sjálfir. Slík sjónarmið þýða þó ekki það að einstakir hópar sem berjast fyrir tilverurétti sínum hafi rétt á því að beygja aðra sem ef til vill eru annarar skoðunnar til þess að samþykkja í einu og öllu að viðhorf þeirra fái forgang. Nauðsyn málamiðlunar kemur hér til ef ekki þá spyr ég, hver á að valta yfir hvern? Þá komum við að mergi málsins sem deilt hefur verið hér um.Ég á allveg rosalega bágt með að skilja þau sjónarmið að þjóðkirkjunni og biskup hennar sé fundið allt til foráttu bara vegna þess að þessir aðilar beygja sig ekki möglunarlaust í duftið fyrir þeim einhliða áróðri sem rekinn hefur verið fyrir því að samkynhneigðir fái að gifta sig eins og gagnkynhneigðir séu. Geta þeir sem tala fyrir þessum skoðunum ekki lyft sér upp úr eigin þvergirðingshætti og unnt öðrum þess að hafa aðrar skoðanir. Það er hverju öðru orði sannara sem kemur fram í orðum biskups að sátt byggir á því að aðilar sem takast á mætist á miðjum vegi. Þessi orð biskups bera svo sannarlega sannri víðsýni vitni en ekki þröngsýnum þvergirðingshætti beggja ofsatrúarfylkinga.
Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hilmar Einarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar