Færsluflokkur: Vefurinn

Birkir Jón Jónsson alþingismaður

Birkir Jón hver er það sem greiðir fyrir þig kostnað við gerð og dreifingu þeirrar tegundar ruslpósts sem kallaður er kosningaáróður?

Ekki ætlar þú að segja mér að þú sitjir með hendur í skauti fyrir kosningar án þess að reyna að vekja athugli á sjálfum þér og málefnum þeim sem þú þykist standafyrir ásamt  þínum flokki?

Ef svo ólíklega vill til að þú standir fyrir dreyfingu á slíku kynningarefni, ert þú þá ánægður með að greiða hundruði þúsunda króna fyrir póstlagningu slíks efnis sem svo berist aldrei til viðtakenda?

Hvað kallast það þegar þú greiðir fyrir þjónustu hjá stórum fyrirtækjum sem síðan skila ekki af sér þeirri þjónustu sem greitt hefur verið fyrir?

Þú veistþað manna best sökum stöðu þinnar að það er nauðsynlegur þáttur í nútíma þjóðfélagi að til séu leiðir til þess að sundurleitustu aðilar geti komið áleiðis kynningarefni af öllum gerðum.  Ef þú ætlar að reyna að halda einhverju öðru fram er það einfaldlega lýðskrum og hræsni frá aðila sem reglulega er háður því að geta komið slíku efni frá sér.

ps.  Það er ekkert skrítið að maddama Framsókn sé að skreppa saman ef hún kemur ekki á framfæri sjónarmiðum sínum eða lætur vita af sér inn á heimili landsmanna.


mbl.is Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglubundið móðursýkiskast samborgara vorra vegna "ruslpósts"

Þetta röfl út af svonefndum ruslpósti jaðrar við að vera orðin móðursýki hjá fjölda fólks.

Ég hef tnokkra reynslu af þeirri meintu glæpastarfsemi að vera í blaðburði.  Ég efast um að landsmenn muni yfir höfuð fá eitt einasta dagblað borið til sín í framtíðinni ef ætlast yrði til þess að blaðberar fari að standa úti um borg og bý flettandi blöðunum til þess að tína innan úr þeim eitthvað sem mis sérlundaðir íbúar vilja ekki fá inn til sín.  Ég persónulega til dæmis  gæti vel hugsað mér að sleppa við að fá haug af íþróttasíðum í hverjum mánuði inn til mín.

Ég er ekki allveg sannfærður um að þið ágætu samborgarar yrðuð sérlega ánægðir að greiða póstdreifingafyrirtækjum hundruði þúsunda króna fyrir burðargjöld undir póstsendingar og eiga svo von á því að það væri eingöngu hluti póstsins sem myndi skila sér.  Það vill nefnilega svo til að svokallaður fjölpóstur (ruslpóstur) er eins og nafnið gefur til kynna ósköp venjulegur póstur sem fyrirtækjunum sem fá greitt fyrir útburð hans ber skylda til að koma til skila að öðrum kosti yrðu viðskiptavinir að kæra póstfyrirtækin fyrir fjárdrátt ef greidd þjónusta er ekki innt af hendi.

Fólk getur óskað eftir því að vera tekið út af dreifingalistum dagblaðanna sem eru jú yfir 90% af pappírnum sem berst, þannig geta póstdreifingafyrirtækin haft yfirsýn yfir þann fjölda sem þau láta greiða fyrir.   Hinn eiginlegi ruslpóstur er nefnilega ákaflega lítið hlutfall af því sem berst inn um lúgur landsmanna.

Það er jafnframt vert að halda því til haga að það er allveg ótrúlegt hvað sumt fólk er fljótt að kvarta undan vinnu blaðbera ef svo slysalega vill til að suma auglýsingapésana vanti í blöðin.

Þvíu má bæta hér við að  mér finnst reyndar allveg óþolandi að geta ekki horft á sjónvarp, hvað þá hlurtað á útvarp án þess að þar dynji endalausar auglýsingar.

Í alvöru elskulegu og virðulegu kverúlantar mínir.  Þetta er einfaldlega nútíma neysluþjóðfélag sem við lifum í og er allt slíkt áreyti jafnt á öldum ljósvakans og í prentuðu formi eðlilegur hluti mannlífsins til þess að koma allskyns boðum á framfæri við okkur sumt viljum við fá annað ekki seins og gengur, við verðum  þetta er ekki bara spurning um einverskonar "friðhelgi einkalífs" það er nefnilega einnig réttur margra aðila að koma skilaboðum áleiðis og sum skilaboðin viljum við fá, hvar á svo að draga mörkin?

Ps: Ágætu bloggarar, prófið að taka tilboði Friðriks Skúlasonar (Púkinn)

   
Þessi færsla hefur aldrei verið vistuð
sem grenjaði hér um daginn yfir sama umfjöllunarefni og sjáið svo hvað skeður eftir nokkrar vikur.    "Villuleit í boði púka" birtist öllum MBL bloggurum en eftir nokkrar vikur byrja að "poppa" upp skilaboð í tíma og ótíma, "reynslutími" sé utrunnin og menn vinsamlega kaupi varanlega útgáfu.

http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/415812/ 

Svona grátkór er nefnilega ekki allur jafn mikið sjálfum sér samkvæmur.

 


mbl.is Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innihaldslaust orðagjálfur Siðmenntar

Innihald þessa "opna bréf" þarf nú ekkert að koma á óvart eftir að hafa fylgst með hamförum "siðmenntarfólks" og annara ofvirkra einstaklinga úr röðum svokallaðra "trúleysingja". 

Túlkun þessa fólks á tilvitnunum úr biblíunni í rökstuðningi sínum þegar reynt er að slá umsig "á bak við víglínunna".  Ber þess vott að þar sé miklu frekar á ferðinni fólk sem er miklu meira bókstafstrúar heldur en nokkrir þeir harðsvíruðustu "bókstafstrúarmanna" úr röðum kristinna "sértrúarsafnaða" hafa nokkurn tíman verið.  

Ég verð að segja eins og er að þetta bréf veldur verulegum vonbrigðum miðað við það sem gefið hafði verið í skyn áður og biskup var tilbúinn að taka þeirri hönd sem sumir álitu vera útrétt sáttarhönd þar sem dregið var úr mesta ofstopanum.

Þetta bréf reynist vera hefðbundið einskis nýtt orðagjálfur og tími til kominn að hætta slíkri sýndarmennsku og fordómafullum skotgrafahernaði og tilnefna eitthvað sæmilega vitiborið fólk til þess að setjast niður og ræða málin í fyllstu alvöru og ná viðunandi sátt í þessu mikla hitamáli. 

Eftirfarandi kásúla í bréfi siðmenntar ber nú ekki vott um að fagmennska skuli höfð í fyrirrúmi:

 “Kennsla í trúarbragðafræði, kristinfræði, heimspeki og siðfræði á að vera í höndum fagmanna-kennara.”

Hversu margir kennarar skyldu nú uppfylla þessar kröfur?  Nú þegar er stefnt að því að lengja nám kennara, er það nú ekki í bakkafullanlækinn að ætlast til þess að þeir gerist að auki "fagmenn" í siðfræði, trúarbrgðafræði og kristnifræði?  Hvað halda forsvarsmenn Siðmenntar að prestar, djáknar og heimspekingar séu eiginlega (það eru meira að ségja til nokkrir siðfræðingar)? Spyr sá sem ekki veit.

 


mbl.is Siðmennt svarar biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega fyndið

Hvað er fólk að æsa sig yfir blessuðum manninum.  Þetta er bara rosalega sniðugt hjá honum.  Eru ekki allir búnir að ná brandaranum. 

Þetta væri allveg rosalega fín hugmynd fyrir strákinn á Akranesi sem villti á sér heimildir í nafni ÓRG á Álftanesi til þess að fá símasamband við GWB í USA.  Svona er fínt til að toppa djókið og skemmta þjóðinni um leið. 

Allavega er þetta flott fyrirmynd í landi þar sem ekki má lengur nefna, þið vitið hvaða feðga, á nafn við uppeldi og innrætingu ákveðinnar tegundar lífsgilda.

Gott dæmi um persónulegt siðferðilegt gildismat, hverjum dettur í hug að mótmæla þessari persónulegu túlkun mannsins.

ShockingToungeFootinMouth 


mbl.is Ökufantur gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Allveg grenjandi snilld"

Vissulega eru þetta strákapör hjá blessuðum drengnum, það er sannarlega ekki hægt að horfa öðruvísi á þetta.  Það sem gerir málið hins vegar alvarlegt eru þau viðhorf sem birst hafa í bloggum sem hrúgast hafa inn vegna þessa þar sem fólk heldur varla vatni yfir "snilldinni".  Þetta er líklega tær snilld á mælikvarða siðferðisgilda Siðmenntarmanna.  

Í alvöru talað, blessaður drengurinn er að villa á sér heimildir, finnst fólki siðferðilega rétt að alla slíka hegðun upp í ungu fólki og gapa svo hver upp í annan í taumlausri aðdáun?


mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Allveg grennjandi snilld"

Vissulega eru þetta strákapör hjá blessuðum drengnum, það er sannarlega ekki hægt að horfa öðruvísi á þetta.  Það sem gerir málið hins vegar alvarlegt eru þau viðhorf sem birst hafa í bloggum sem hrúgast hafa inn vegna þessa þar sem fólk heldur varla vatni yfir "snilldinni".  Þetta er líklega tær snilld á mælikvarða siðferðisgilda Siðmenntarmanna.  

Í alvöru talað, blessaður drengurinn er að villa á sér heimildir, finnst fólki siðferðilega rétt að alla slíka hegðun upp í ungu fólki og gapa svo hver upp í annan í taumlausri aðdáun?


Trúboð hinna "trúlausu" Húmanísku veraldarhyggjumanna

Ég hef það á tilfinningunni að ótrúlegasta fólki sé veru lega brugðið yfir þeirri stefnumörkun sem fram kemur í nýja grunnskólafrumvarinu varðandi siðferðisgildi skólans. 

Fámennum sértrúarhópi virðist ætla að takast að þvinga stjórnvöld til þess að klippa á tengsl kirkju og skólakerfis undir yfirskini “mannréttinda”.  Talað er um að þessi breyting helgist af breyttu íslensku nútímasamfélagi þar sem mikið er talað um “fjölmenningarsamfélag”. 

Í þessu sambandi er vert að gefa gaum að því hvernig staðið var að verki við “kristnitöku” fyrir um þúsund arum.  Ljósvetningagoði kvað upp úrskurð eftir vandlega íhugun sem kristallast í órðum hans að “á Íslandi skuli vera einn siður”.  Á þessum tíma bárust menn á banasspjótum og niðurstaðan varð sú að heillavænlegast væri fyrir íslenska þjóð að á landinu væri “einn siður” sem meginþorri folks aðhyltist.  Það er nefnilega með mannlífið og andlegt artgerfi þess eins og með grundvallarreglur nútíma umferðar allir eru sammála um að vænlegast sé að ein regal gildi um þann helmig vega sem ekið skuoi eftir og það sýnir sig víðast hvar þar sem sú regal er yfirfærð að samskifti og almenn umgengni folks gengur betur með slíkri innbyggðri grunnreglu. 

 

Fimmtudaginn 29. nóvember voru umræður í dægurmálaþættinum Íslandi í í dag þar sem rætt var um væntanlegar breytingar á skilgreiningu grunndvallar siðfræði gilda grunnskólans þar sem ef af verður verða það ekki kristileg gildi sem þar verður miðað við.

Einn forsvarsmanna sértrúarhópsins Siðmenntar sat þar fyrir svörum ásamt þjóðkirkjupresti.  Í þessum umræðum kom fram að það munu ekki vera borgarar af erlendu bergi brotnir sem knýi á slíkar breytingar heldur séu það þrýstihópar Íslendinga sem standa utan trúfélaga.  Einnig kom fram að þessir hópar virðast misnota og bera fyrir sig það sem kallað hefur verið fjölmenningarsamfélagið.  Slíkt framferði er siðlaust, en kemur ekki á óvart í ljósi þess sem kom fram í umræðunum.

Fulltrúi siðmenntar taldi í þessum umræðuþætti þetta ekki ekki vera spurningu um fjölmenningarsamfélag, þvert á þann rökstuðning sem haldið hefur verið fram varðandi þessar breytingar.  Nú er farið að fela sig á bak við “mannréttindi” “þetta sé einföld spurning um mannréttindi, allra, ekki bara sumra”, hægt sé aðsegja sem svo “að kristilegt siðferði er kannski þröng lýsing á hluta þjóðarinnar, siðferði er ekki einkaorð þjóðkirkjunnar eða kristilegra safnaða.”   Í þessari umræðu tók fulltrúi siðmentar sjálfan sig sem dæmi um húmanista sem telur sig lifa eftir ákveðnum siðferðilegum gildum, sem falla kannski ekki allveg saman með kristilegum gildum og telur hann okkur nú búa í þjóðfélagi”þar sem veraldleg gildi hafi sem betur fer unnið á og að veraldarhyggja hafi sem betur fer unnið á í vestrænum þjóðfélögum”. 

Það er nefnilega það…..

Líklega má taka því sem svo að það rúmist innan hinna veraldlegu siðferðisgilda að beita fyrir sig  fjölbreytilegum hópi nýrra Íslendinga svo sem áður er vitnað til.  Það gleymist líklega í þessu tilliti að reikna með því hvaða þjóðabrot það séu sem séu fjölmennust í þessum hópi og hvaða siðfræðilega gildismati þeir eru sprottnir úr, sem dæmi má nefna Pólverja, aðra Austur- evrópubúa (af svæðum rússnesku réttrúnarkirkjunnar) og Filipseyinga.  Aðrir hópar sem eru orðnir nokkuð fjölmennir eru t.d. hópar frá Búddískum áhrifasvæðum og hópa frá íslömskum svæðum.  Sem dæmi má taka að forstöðumaður islamskra íbúa landsins hefur sýnt það í orðum sínum og allri framgöngu að þar fer hófsamur fulltrúi þeirrar trúarsannfæringar, fulltrúi sem ber virðingu fyrir því að þjóðfélagi sem skilgreint er kristin þjóð.  Sem sagt hér á landi “er einn siður”. 

Á Íslandi er lögvarið trúfrelsi, sem er skýrt skilgreint í i. mgr. 1gr. Og  lögum nr. 108/1999 um skráð trúfélög.  í 3. gr. laganna eru þó ákveðin skilyrði sem slíkum skráningum eru sett. 

1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi.
3. gr. Almennt skilyrði skráningar.
Skilyrði fyrir skráningu trúfélags er að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur.
Enn fremur er það skilyrði skráningar að félag hafi náð fótfestu, starfsemi þess sé virk og stöðug og að í félaginu sé kjarni félagsmanna sem reglulega iðka trú sína í samræmi við kenningar þær sem félagið er stofnað um og eiga til sóknar að gjalda hér á landi samkvæmt lögum um sóknargjöld.

Framangreind lög styðjast við ákvæði 63 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á sama hátt og staða íslenslu þjóðkirkjunnar er skilgreind í 62. gr. hennar.

62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]

Í ljósi þess sem til hefur verið vitnað varðandi þann viðburð er kristni var lögleidd á íslandi verður ekki framhjá því litið að saga kirkju og kristni er samofin sögu þjóðarinnar, siðferðilega (hvar í flokki sem menn standa í trúarsannfæringu) er rangt að brjóta niður þau gildi og hefð og þá sögu.  Við íslendingar erum ákaflega stoltir að okkar sögulega þjóðararfi og er kirkja og kristni órofa hluti af honum.  Hvort sem menn eiga sínu persónlegu kristna trú eða ekki þá byggir sérstaða kristnifræði kennslu umfram aðra trúarbragðakennslu á þessum órofa sögulega arfi, er þannig grundvallar fræðigrein sem tengist sögu og bókmenntaarfi þjóðarinnar.

 Jólafrí og páskafrí, “það er nú bara samningsbundið”  heyrðist einhversstaðar úr röðum þeirra íslendinga sem taka þátt í hinu volduga trúboði “afkristnunar”, krossferð sem tröllríður íslensu þjóðfélagi um þessar mundir.  Þetta er tómur þvættingur, en að sjálfsögðu í samræmi við “veraldarhyggju” þar sem svo virðist sem áhangendum sé ekkert heilagt og hlutunum hagrætt eftir hentugleikum (enda mótar hver einstaklingur sín eigin siðferðisgildi í samræmi við "eigin sannfæringu").  Lög um helgidagafrið  nr.32/1997 gilda um stórhátiðir kirkjuársins, 1. gr. Um helgidagafrið er mælt í lögum þessum í því skyni að vernda helgihald og til að tryggja frið, næði, hvíld og afþreyingu almennings á helgidögum þjóðkirkjunnar innan þeirra marka er greinir í lögunum.
 

Ég reikna með því að ef  áhangendur “Húmanisma og veraldarhyggju” ætla að vera sjálfum sér samkvæmir muni þeir berjast hatramlega á móti hefðum jólaundirbúnings svo sem að útrýma “litlujólunum” bann við jólaskrauti og öllu sem á einhvern hátt er hægt að tengja “blessuðu jólabarninu frá Betlehem”.  Af nógu er að taka af slíkum táknum sem geta verið ómótuðum börnum varasöm.  Ég vil benda á að vænlegast til árangurs er að senda hóp af  veraldarhyggjupostulum inn á þing því að þá verður fljótlegast að setja allsherjar bann við jólasögum umfjöllun um jólahald, jólaskraut, og svo maður gleymi nú ekki páskunum, banna sölu páskaeggja þar sem þau eru stórhættulegur þáttur í páskahaldi.  

Auðvitað verður að setja ný fánalög þar sem sameiginlegt einkenni norrænna fána er krossmark, hvernig á annars að útskýra tilvist þess fyrir blessuðum börnunum.  Nauðsynlegt er að taka upp lög um húsafriðun, það verður að augnstinga gömul hús í hundraða tali þar sem stór hættulegir krosslægir gluggapóstar eru.  Það er alls óviðunandi þegar maður gengur um bæinn með "blessuð" börnin með þetta hættulega tákn alls staðar fyrir augunum.

Svo er það að setja sér persónulegt gildismat samkvæmt persónulegu siðferði og passa að það falli ALLS EKKI að kristilegum náungakærleika,  (lífsgildi dagsins) ÉG, UM MIG, FRÁ MÉR, TIL MÍN.  Elsku ég má ekki alltaf sparka í einhverja aumingja bara ef mér finnst það nauðsynlegt og ég má sikksakka á miklubrautinni eins og mér sýnist, þetta eru sko MÍNAR siðferðisreglur. :-)

Talandi um mannréttindi   http://kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf


Veruleikafirring "feminísks" þankagangs

Ég er hræddur um að það ágæta þingdýr (sbr: karl (blátt)- og kvenkynsorðin (bleikt) þingmaður/þingkona) Kolbrún Halldórsdóttir hafi nú farið yfir strikið.  Litir merkispjalda og klæðnaðar smábarna skipta akkúrat engu máli varðandi jafnréttis- og mannréttindamál.  Ef öll heimsins vandamál er orðin svo lítilmótleg að komið sé að því að ekkert sé oroðið eftir að lagfæra annað en slíkur hégómi.  Þá erum við sko í  góðum málum.  Ég veit ekki hvort þessi umræða sé einhver angi af þessum svokallaða femíníska þankagangi?  Ef svo er þá er þetta ennþá einn vísbendingin um það hversu þessir svonefndu femínistar eru orðnir veruleikafirtir.  Við getum líklega öll verið sammála um að það eru tvær grunngerðir sem fæðast af spendýrategundinni homo sapiens en það er annarsvegar stúlkur og hins vegar drengir.  Þessað tvær gerðir eru að mestu eins útlítandi en staðreyndin er samt sú að veruleg líffræðileg atriði greina þær að sem síðan aukast fremur en minka með aldrinum.  Þessari "staðreynd"  verður því miður ekki mómælt, og ég hélt að flestir lærðu þetta í líffræði frá blautu barnsbeini.  Spurning mín er sú hvort Kolbrún muni ekki flytja tillögu um að bannað verði að fæða svona mismunandi gerðir af homo sapiens.Því verður ekki neitað að staða sjálfsagðra mannréttinda í byrjun síðustu aldar var slík að hreyfingar t.d. á sviði kvenréttinda og jafnréttis þurfti til þess að leiðrétta kúrsinn í þeim efnum og verður augum ekki lokað fyrir því að það hefur orðið verulega ágengt.  Það hefur sannast að farsælast sé að unnið verði að sjálfsögðum mannréttindum á yfirvegaðan hátt án alls ofstopa.  Því miður virðist sem þau furðuleg fyrirbæri sem kalla sig feminista séu vísir að slíkum öfgahópum sem virðast líklegir til þess að spilla fremur fyrir þeim málefnum sem þeir þykjast berjast fyrir.  Ég held ég verði að segja fyrir mína parta að þessi "snobb" hreyfing sem kennir sig við femínisma virðist vera samansafn af rugludöllum. Það er ekki á rugluganginn bætandi eftir umræður síðustu daga vegna embættisheitisins “Ráðherra”.  Ég held ég verði að taka undir orð sem fram komu í athugasemd við ágætis blogg varðandi þetta hljóti að vera einhverskonar minnimáttarkennd hjá Kolbrúnu blessuninni.

 


Það er tímaspursmál hvenær alvarlegt málfarsslys verður hjá mbl.is

"þrátt fyrir að flugstjórinn skömmu fyrir flugtak eldsneyti leka úr öðrum vængnum"  Getur verið að hér eigi að standa "sæi eldsneyti leka"

"að félagið fjarlægi sig frá þessari gagnrýni"   Er einhver góðhjartaður lesandi sem gæti hugsað sér að uppfræða landslýð um það hvað þessi setning þýðir á íslensku?

 

 


mbl.is Það er tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verður hjá SAS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hilmar Einarsson

Höfundur

Hilmar Einarsson
Hilmar Einarsson
Höfundinum er ekkert úr mannlegu samfélagi óviðkomandi

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband