30.11.2007 | 16:37
Trúboð hinna "trúlausu" Húmanísku veraldarhyggjumanna
Ég hef það á tilfinningunni að ótrúlegasta fólki sé veru lega brugðið yfir þeirri stefnumörkun sem fram kemur í nýja grunnskólafrumvarinu varðandi siðferðisgildi skólans.
Fámennum sértrúarhópi virðist ætla að takast að þvinga stjórnvöld til þess að klippa á tengsl kirkju og skólakerfis undir yfirskini mannréttinda. Talað er um að þessi breyting helgist af breyttu íslensku nútímasamfélagi þar sem mikið er talað um fjölmenningarsamfélag.
Í þessu sambandi er vert að gefa gaum að því hvernig staðið var að verki við kristnitöku fyrir um þúsund arum. Ljósvetningagoði kvað upp úrskurð eftir vandlega íhugun sem kristallast í órðum hans að á Íslandi skuli vera einn siður. Á þessum tíma bárust menn á banasspjótum og niðurstaðan varð sú að heillavænlegast væri fyrir íslenska þjóð að á landinu væri einn siður sem meginþorri folks aðhyltist. Það er nefnilega með mannlífið og andlegt artgerfi þess eins og með grundvallarreglur nútíma umferðar allir eru sammála um að vænlegast sé að ein regal gildi um þann helmig vega sem ekið skuoi eftir og það sýnir sig víðast hvar þar sem sú regal er yfirfærð að samskifti og almenn umgengni folks gengur betur með slíkri innbyggðri grunnreglu.
Fimmtudaginn 29. nóvember voru umræður í dægurmálaþættinum Íslandi í í dag þar sem rætt var um væntanlegar breytingar á skilgreiningu grunndvallar siðfræði gilda grunnskólans þar sem ef af verður verða það ekki kristileg gildi sem þar verður miðað við.
Einn forsvarsmanna sértrúarhópsins Siðmenntar sat þar fyrir svörum ásamt þjóðkirkjupresti. Í þessum umræðum kom fram að það munu ekki vera borgarar af erlendu bergi brotnir sem knýi á slíkar breytingar heldur séu það þrýstihópar Íslendinga sem standa utan trúfélaga. Einnig kom fram að þessir hópar virðast misnota og bera fyrir sig það sem kallað hefur verið fjölmenningarsamfélagið. Slíkt framferði er siðlaust, en kemur ekki á óvart í ljósi þess sem kom fram í umræðunum.
Fulltrúi siðmenntar taldi í þessum umræðuþætti þetta ekki ekki vera spurningu um fjölmenningarsamfélag, þvert á þann rökstuðning sem haldið hefur verið fram varðandi þessar breytingar. Nú er farið að fela sig á bak við mannréttindi þetta sé einföld spurning um mannréttindi, allra, ekki bara sumra, hægt sé aðsegja sem svo að kristilegt siðferði er kannski þröng lýsing á hluta þjóðarinnar, siðferði er ekki einkaorð þjóðkirkjunnar eða kristilegra safnaða. Í þessari umræðu tók fulltrúi siðmentar sjálfan sig sem dæmi um húmanista sem telur sig lifa eftir ákveðnum siðferðilegum gildum, sem falla kannski ekki allveg saman með kristilegum gildum og telur hann okkur nú búa í þjóðfélagiþar sem veraldleg gildi hafi sem betur fer unnið á og að veraldarhyggja hafi sem betur fer unnið á í vestrænum þjóðfélögum.
Það er nefnilega það ..
Líklega má taka því sem svo að það rúmist innan hinna veraldlegu siðferðisgilda að beita fyrir sig fjölbreytilegum hópi nýrra Íslendinga svo sem áður er vitnað til. Það gleymist líklega í þessu tilliti að reikna með því hvaða þjóðabrot það séu sem séu fjölmennust í þessum hópi og hvaða siðfræðilega gildismati þeir eru sprottnir úr, sem dæmi má nefna Pólverja, aðra Austur- evrópubúa (af svæðum rússnesku réttrúnarkirkjunnar) og Filipseyinga. Aðrir hópar sem eru orðnir nokkuð fjölmennir eru t.d. hópar frá Búddískum áhrifasvæðum og hópa frá íslömskum svæðum. Sem dæmi má taka að forstöðumaður islamskra íbúa landsins hefur sýnt það í orðum sínum og allri framgöngu að þar fer hófsamur fulltrúi þeirrar trúarsannfæringar, fulltrúi sem ber virðingu fyrir því að þjóðfélagi sem skilgreint er kristin þjóð. Sem sagt hér á landi er einn siður.
Á Íslandi er lögvarið trúfrelsi, sem er skýrt skilgreint í i. mgr. 1gr. Og lögum nr. 108/1999 um skráð trúfélög. í 3. gr. laganna eru þó ákveðin skilyrði sem slíkum skráningum eru sett.
1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi.
3. gr. Almennt skilyrði skráningar.
Skilyrði fyrir skráningu trúfélags er að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur.
Enn fremur er það skilyrði skráningar að félag hafi náð fótfestu, starfsemi þess sé virk og stöðug og að í félaginu sé kjarni félagsmanna sem reglulega iðka trú sína í samræmi við kenningar þær sem félagið er stofnað um og eiga til sóknar að gjalda hér á landi samkvæmt lögum um sóknargjöld.
Framangreind lög styðjast við ákvæði 63 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á sama hátt og staða íslenslu þjóðkirkjunnar er skilgreind í 62. gr. hennar.
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]
Í ljósi þess sem til hefur verið vitnað varðandi þann viðburð er kristni var lögleidd á íslandi verður ekki framhjá því litið að saga kirkju og kristni er samofin sögu þjóðarinnar, siðferðilega (hvar í flokki sem menn standa í trúarsannfæringu) er rangt að brjóta niður þau gildi og hefð og þá sögu. Við íslendingar erum ákaflega stoltir að okkar sögulega þjóðararfi og er kirkja og kristni órofa hluti af honum. Hvort sem menn eiga sínu persónlegu kristna trú eða ekki þá byggir sérstaða kristnifræði kennslu umfram aðra trúarbragðakennslu á þessum órofa sögulega arfi, er þannig grundvallar fræðigrein sem tengist sögu og bókmenntaarfi þjóðarinnar.
Jólafrí og páskafrí, það er nú bara samningsbundið heyrðist einhversstaðar úr röðum þeirra íslendinga sem taka þátt í hinu volduga trúboði afkristnunar, krossferð sem tröllríður íslensu þjóðfélagi um þessar mundir. Þetta er tómur þvættingur, en að sjálfsögðu í samræmi við veraldarhyggju þar sem svo virðist sem áhangendum sé ekkert heilagt og hlutunum hagrætt eftir hentugleikum (enda mótar hver einstaklingur sín eigin siðferðisgildi í samræmi við "eigin sannfæringu"). Lög um helgidagafrið nr.32/1997 gilda um stórhátiðir kirkjuársins, 1. gr. Um helgidagafrið er mælt í lögum þessum í því skyni að vernda helgihald og til að tryggja frið, næði, hvíld og afþreyingu almennings á helgidögum þjóðkirkjunnar innan þeirra marka er greinir í lögunum.Ég reikna með því að ef áhangendur Húmanisma og veraldarhyggju ætla að vera sjálfum sér samkvæmir muni þeir berjast hatramlega á móti hefðum jólaundirbúnings svo sem að útrýma litlujólunum bann við jólaskrauti og öllu sem á einhvern hátt er hægt að tengja blessuðu jólabarninu frá Betlehem. Af nógu er að taka af slíkum táknum sem geta verið ómótuðum börnum varasöm. Ég vil benda á að vænlegast til árangurs er að senda hóp af veraldarhyggjupostulum inn á þing því að þá verður fljótlegast að setja allsherjar bann við jólasögum umfjöllun um jólahald, jólaskraut, og svo maður gleymi nú ekki páskunum, banna sölu páskaeggja þar sem þau eru stórhættulegur þáttur í páskahaldi.
Auðvitað verður að setja ný fánalög þar sem sameiginlegt einkenni norrænna fána er krossmark, hvernig á annars að útskýra tilvist þess fyrir blessuðum börnunum. Nauðsynlegt er að taka upp lög um húsafriðun, það verður að augnstinga gömul hús í hundraða tali þar sem stór hættulegir krosslægir gluggapóstar eru. Það er alls óviðunandi þegar maður gengur um bæinn með "blessuð" börnin með þetta hættulega tákn alls staðar fyrir augunum.
Svo er það að setja sér persónulegt gildismat samkvæmt persónulegu siðferði og passa að það falli ALLS EKKI að kristilegum náungakærleika, (lífsgildi dagsins) ÉG, UM MIG, FRÁ MÉR, TIL MÍN. Elsku ég má ekki alltaf sparka í einhverja aumingja bara ef mér finnst það nauðsynlegt og ég má sikksakka á miklubrautinni eins og mér sýnist, þetta eru sko MÍNAR siðferðisreglur. :-)
Talandi um mannréttindi http://kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf
Um bloggið
Hilmar Einarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eingöngu verið að sporna gegn yfirgangi trufélaga og þá helst sértrúarhópa, sem vilja með sínar rakalausu kenningar inn í hugskot barna og hasla sér völl í meðferð áfengissjúkra og geðfatlaðra. Þetta fólk er kveikjan að þeirri andstöðu og hreyfingar trúleysis (sem er ónefni því varla má flokka einhvern eftir því sem hann er ekki), sem hér hefur risið upp.
Það er út í hött að tala um sér átrúnað hér. Kirjan telur sig hafa einkarétt á góðum manngildum og notar þau sem sætuefni á mixtúru, aðgreiningar, fordæmingar, fjárplógsstarfsemi og hræðsluáróðurs. Við komums vel af án þessarar éldfornu fabúlu og raunar væri heimurinn væntanlega betri án hennar. Hér er fullyrt hægri vinstri um afstæða hluti, sem engan stað eiga í upplýstu samfélagi. Skildir þú trúarjátninguna? Keyptir þú sköpunarsöguna? Náðirðu einhverjum botni í hvað verið var að kenna þér með sögunum um Davíð og Golíat, Nóaflóðið, upprisu dauðra, helvíti, himnaríki, farisea, síðustu daga, endurkomuna, eyðingu Jeríkó og mátt Móse til að kljúfa höf? er ekki tími til kominn að hreinsa hismið frá kjarnanum hérna? Hefurðu lesið þessa bók, sem siðmennt okkar byggir á? Ef ekki, þá byrjaðu núna og þú munt sjá að það er ekkert skrítið að heimurinn logi í illdeilum.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 16:54
Jón Steinar Já svo þið vitið best hvað er þjóðinni fyrir bestu og viljið náttúrulega koma því í lög. En það eru bara ekki allir sammála ykkur og það er bara fullt af fóki sem vill hafa hlutina eins og þeir eru. Þið megið alveg hafa ykkar skoðanir en er það nauðsynlegt að neyða þær upp á alla aðra? Og þó þið hafið ekki skilið trúarjátninguna á þá bara að henda henni út þess vegna? Ég held að það sé svo einfalt að við skiljum ekki allt í þessum heimi en það er kanski ekki bara bull þess vegna. Hvað skilja margir afstæðiskenninguna?
Steinunn Aldís (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 09:48
Steinunn Aldís, þakka þér fyrir þitt innlegg, (eins og talað sé útúr mínu hjarta).
Hilmar Einarsson, 1.12.2007 kl. 16:29
Ég tek fyllilega undir með ykkur Hilmar og Steinunn. Var að lesa komment þitt Hilmar inn á síðunni hans Eyþórs A og rambaði því hingað inn - frábært innlegg alveg hreint í þessa umræðu sem að mér finnst vægast sagt sorgleg, vil bara helst ekki trúa því að fólk vilji í alvörunni ekki að börnin þeirra alist upp við þau góðu og gömlu gildi sem að var okkur öllum, sem þátt taka í þessari umræðu, kennd í grunnskóla.
Margrét Elín Arnarsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:11
Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.
Sigurður Hólm.
Stjórnarmaður í Siðmennt
Sigurður Hólm Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 21:25
Má ég benda þér á það að eftir orðin "ég reikna með því" ertu samkvæmt því í því sem þú segir eftir það að álykta út frá ímyndun þinni, en ekki því sem Siðmennt hefur sett fram sem stefnumið eða kröfur!
Auk þess vil ég minna á það að þó að einum sið væri að nafninu til komið á í landinu árið 1000 þá var langt í frá að þjóðin aflegði þar með sína fornu trú, heldur fóru þeir aðeins með hana í felur. Hins vegar var ein afleiðing hins nýja siðar sú að gildir bændur gerðu jarðir að kirkjujörðum og nutu með því hlunninda, ef mig mig minnir rétt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2007 kl. 00:50
Samkvæmt því sem ég lýsti áðan er allt þetta sem þú segir hér aðeins þínir eigin órar og heilaspuni, það sem þú reiknar með að sé:
"Ég reikna með því að ef áhangendur “Húmanisma og veraldarhyggju” ætla að vera sjálfum sér samkvæmir muni þeir berjast hatramlega á móti hefðum jólaundirbúnings svo sem að útrýma “litlujólunum” bann við jólaskrauti og öllu sem á einhvern hátt er hægt að tengja “blessuðu jólabarninu frá Betlehem”. Af nógu er að taka af slíkum táknum sem geta verið ómótuðum börnum varasöm. Ég vil benda á að vænlegast til árangurs er að senda hóp af veraldarhyggjupostulum inn á þing því að þá verður fljótlegast að setja allsherjar bann við jólasögum umfjöllun um jólahald, jólaskraut, og svo maður gleymi nú ekki páskunum, banna sölu páskaeggja þar sem þau eru stórhættulegur þáttur í páskahaldi. "
Satt að segja hugnast mér ekki þínar reikningskúnstir!
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2007 kl. 00:56
Þó það sé nú algjört aukaatriði, þá kann ég betur við að tjá mig við alvöru fólk hér, heldur en að þurfa að tala við blómaskrúð!
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2007 kl. 01:02
Sæll Hilmar
Það var ófögur lygin sem þú settir inn á blogg Jóhanns Björnssonar um mig. Þar segir þú að ég sé á móti kristinfræðikennslu og nefnir að þetta sé eftir þínu minni. Hvorki ég né Siðmennt höfum talað gegn kristinfræðikennslu í skólum, ALDREI.
Vinsamlegast leitaðu heimilda áður en þú gasprar um skoðanir fólks á opinberum vettvangi.
Hér í pistlinum þínum segir þú:
"Fámennum sértrúarhópi virðist ætla að takast að þvinga stjórnvöld til þess að klippa á tengsl kirkju og skólakerfis undir yfirskini “mannréttinda”. "
Í fyrsta lagi er Siðmennt ekki trúarhópur heldur lífsskoðunarfélag (life stance organization) sem aðhyllist manngildishyggju, þ.e. ákveðið siðferði sem miðar að því að hámarka hamingju en lágmarka þjáningar sem flestra. Trúleysi er lítill hluti af manngildishyggju en mikilvægur. Vinsamlegast sýndu þessu virðingu og hættu að kalla Siðmennt trúarsöfnuð eða sértrúarsöfnuð.
Í öðru lagi iðkum við í Siðmennt ekki þvinganir. Ég er stjórnarmaður þar og veit vel hvernig við berjumst fyrir stefnumálum okkar. Við bentum ráðuneytinu á í sumar að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði dæmt nokkrum norskum foreldrum í hag í máli þeirra gegn norska ríkinu. Málið er fordæmisgefandi og kjarni þess er einfaldlega sá að ekki megi draga taum eins trúarfélags í opinberu skólastarfi. Tillaga menntamálaráðherra nú er því í fullu samræmi við þennan dóm og það álit sem er ríkjandi í Evrópu. Það álit fer nú varla að teljast minnihlutaálit eða frekjugangur.
Í þriðja lagi vil ég segja þér að þó að orðalagið "kristið siðgæði" sé tekið úr lögunum er ekki verið að ógna kristni eða kristnum söfnuðum. Þau almennu siðferðisverðmæti sem sett eru inn í staðinn eru fyllilega í samræmi við gott kristið siðgæði og margra annarrra trúflokka og húmanista. Líkt og með önnur lög í landinu er ekki hægt að eyrnamerkja þau trú eða trúfélagi. Ekki ferðu að segja "í Jesú nafni" eftir lögum um t.d. bílbeltanotkun. Lög verða að vera veraldlegs eðlis og fjalla einungis um viðfangið, öðru vísi er ekki hægt að sameinast um þau.
Svanur Sigurbjörnsson, 3.12.2007 kl. 01:45
Ég er einn þeirra sem fagna breyttum áherslum í nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Það siðgæði sem kristin trú hefur eignað sér hefur um aldir verið grundvöllur að almennum leikreglum í siðmenntuðum samfélögum, kristnum og ókristnum. Íslendingar voru t.d. ekki mjög illa haldnir siðferðislega fyrir siðaskipti. Þvert á móti lifðu þeir eftir afar skýrum siðareglum þar sem eignarréttur var virtur og almenn kurteisi og virðing fyrir náunganum voru í heiðri höfð. Það hefur því sýnt sig að það þarf ekki fulltingi "Þjóðkirkjunnar" til þess að uppfræða börn og unglinga um góða mannasiði í fortíð og því ætti að hafa orðið einhver breyting á því í nútíð?
Greinarhöfundur vitnar í stjórnarskrá og lög um trúfélög þar sem rakin er réttur sérhvers manns til þess að stofna trúfélög og iðka sína trú sem er gott og vel. Það sem höfundar fyrrgreindra plagga hafa ekki talið sig þurfa að gera er að skilgreina grundvallar rétt sérhvers manns til trúleysis. Það eru ekki sjálfsögð réttindi "Þjóðkirkju" að fá að halda úti starfsemi í leik- og grunnskólum. Þvert á móti er það réttur skjólstæðinga skólakerfisins að fá hlutlausa og almenna fræðslu um trúmál án allra öfga eða fordóma þannig að þeir geti í fyllingu tímans tekið sjálfstæða og upplýsta afstöðu til eftirfarandi:
Það á sem sagt ekki að hafa bein áhrif á þetta ferli og það á EKKI að vera réttur "Þjóðkirkjunnar" að allir detta sjálfkrafa undir pilsfald hennar. Virðum þannig hinn sjálfsagða rétt barna til trúleysis til jafns við þann rétt til trúfrelsis sem bundinn er í lög.
Það er ekkert öfgakennt við það.
Óli Jón, 3.12.2007 kl. 18:12
Margrét Elín, takk fyrir innleggið.
Við Sigurð Hólm, Gretu og Svan vil ég það eitt segja að Sú ályktun sem ég hef dregið Ég ítreka ÁLYKTUN, byggist á þeim víðfrægu yfirlýsingum sem hafðar voru eftir varaformanni Siðmenntar í 24 stundum þann 29. nóvember sl. og að auki í Íslandi í dag. Það getur svo sem vel verið að varaformaðurinn haf setið kennslustund í siðfræði Jóhanns Björnssonar. Hvorki ég né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir höfum fullyrt að Siðmennt vilji litlujólin og allt slíkt hátíðahald út úr skólum. Nei, ég get ekki annað en dregið mína ályktun út frá orðum varaformannsins og Þorgerður Katrín fullyrðir ekki í þessu viðtali, heldur varpar hún fram spurningum um hvort næstu skref Siðmenntar verði þau að krefjast þess að þeim hátíðum verði kastað fyrir róða sem hún telur upp í fréttaviðtali sl. Laugardag.
Við Sigurð Hólm vil ég segja að þú ferð með rangfærslur á heimasíðu þinni í sambandi við orð Þorgerðar Katrínar svo sem ég hef rakið.
Við Gretu vil ég segja að orð mín “ég reikna með því” eru sannarlega byggð á ályktun minni en þó er það ekki svo að það sé út frá neinni ímyndun nema ef svo kynni að hafa verið að mig hefði verið að dreyma orð varaformanns Siðmenntar. Að öðru leyti vísa ég til framanritaðs.
Sannast að segja skiptir hér engu máli þótt Gretu hugnist ekki mínar “reikningskúnstir” en staðreyndin er sú að þessar” reikningskúnstir” byggjast að sjálfsögðu á því að Siðmenntarfólk OG AÐRIR ÞEIR SEM HAFA GEFIÐ SIG ÚT FYRIR AÐ VERA “TRÚLAUSIR” hljóta að vilja vera sjálfum sér samkvæmir í þessum efnum Það mætti kannski taka þetta til endurskoðunar í næstu “samningum” um þessi frí og hátíðir svo vitnað sé til orða varaformanns Siðmenntar. Það hljóta því að verða eigin órar og heilaspuni Gretu að óska sér þess að geta bara gert eins og Hexía de Trix seiðkerling í Andrési önd, “PÚFF” og yfirlýsingar varformanns sértrúarhópsins Siðmenntar hverfi.
Svanur,Ég er búinn að svara fyrir þetta á síðunni hans Jóhanns og vil ég ítreka það að ég taldi þar upp fjóra nafngreinda einstaklinga, þig þar á meðal, sem hafa haft sig mikið í frammi í þessari umræðu. Svo ekki verði frekari misskilningur þá til er Þitt nefnt þar sökum þess að þú er í forystusveit Siðmenntar og hef ég tekið mið af orðum varaformanns þessa “sértrúarhóps” sem ég hef allan tíman reiknað með (ef mér leyfist að nota það orðalag) að væri að tjá sig sem slíkur en ekki persónulega. Til þess að fyrirbyggja misskilning tiltók ég þig á þessum forsendum þar sem ég hef staðið í þeirri meiningu að þú talaðir þannig máli þessa .......hóps. Ég man ekki eftir (núna skrifa ég eftir minni) að ég hafi kallað siðmennt “söfnuð” en sértrúarhóp kalla ég siðmennt hinsvegar kinnroðalaust. Annað er ekki hægt ef mið er tekið af framgöngu áhangenda félagsins sem bera öll einkenni trúboðs. Að öðru leyti áskil ég mér rétt til að sína þá kerskni sem mér sýnist þar sem ég tel það eiga við.
Samkvæmt stefnumiðum Siðmenntar (sem ég rakst á á vefsíðu félagsins) sækist félagið eftir því að verða skilgreint sem trúfélag til þess að það geti notið sóknargjalda samkvæmt gildandi lögum þar um.
Upptaka athafna sem öllu jöfnu byggjast á trúarlegum forsendum, fermingar, giftingar os.frv. Ef við tökum td. giftinguna sérstaklega, þá stofnast hinnar formlegu giftingar að lögum fyrir veraldlegum aðilum og trúlausir fara til sýslumanns til slíks (reyndar er þó nokkuð um að “trúaðir” einstaklingar geri slíkt hið sama). Þeir sem vilja fá Guðs blessun, eða þess almættis sem heyrir til trú viðkomandi, yfir hjónabandi sínu fá hana frammi fyrir guði (eða viðeigandi almætti) og mönnum í guðshúsum (oftast viðkomandi trúfélaga) og öðrum þeim stöðum sem þykja viðeigandi til slíks. Þetta haturssamband “trúlausra” og “trúaðra” þar sem trúlausir frábiðja sér hið andlega samband við æðri máttarvöld en vilja samt fá að halda í einhverja ytri umgjörð leggja annaðhvort stund á einhvern annan óskilgreindan átrúnað eða eru hreinlega hræsnarar.Ég á vonandi eftir að kryfja þetta betur við tækifæri.
Óli Jón.“Það siðgæði sem kristin trú hefur eignað sér hefur um aldir verið grundvöllur að almennum leikreglum í siðmenntuðum samfélögum, kristnum og ókristnum”. Og hvaðan heldur þú að þessar leikreglur komi í upphafi?Ég er nú ekki allveg viss um að það þjóðskipulag og viðtekin siðferðisgildi væru svo gæfuleg í dag með tilheyrandi vígaferlum. Víst er það nú að slíkt var kannski tíðarandinn á þjóveldisöld og svo langt sem augað eigir aftur fyrir, og fyrirfinnst víða enn þann daginn í dag. Ekki er þó víst að það sé nú sérlega gæfulegt.Vagga nútímaríkis sem telur sig tilheyra skipulagi svokallaðra “siðmenntaðra” samfélaga í okkar heimshluta rekur upphaf sitt til rómversk- kaþólsku kirkjunnar sem hófst með “byltingu Gregors páfa VII. Enn þann dag í dag eru það ríkjandi siðgæðisviðhorf og réttlætiskennd sem mótar gildi og lífsviðhorf heildarinnar. Það er almennt viðurkennt, þrátt fyrir það moldviðri sem feykt hefur verið upp, að hófsamleg viðhorf þeirrar kristni sem ríkjandi er á Íslandi eru þau gildi sem meginþorri þjóðarinnar aðhyllist. Hvort sem fólk er trúað eður ei, þessi viðhorf virða einnig flest önnur trúfélög sem á Íslandi starfa. Allar öfgar á hvorn vegin sem þær eru mega þeir sem þær aðhyllast eiga við sjálfa sig. Trúboð öfgahópa hvaða trúarbrögðum sem þeir tilheyra hvort sem þeir tilheyra “viðurkenndum” trúarbrögðum eða harðvítugir trúboðar trúleysis eru almennt séð óæskilegir í skólum landsins. Hófsöm fræðsla um kristna trú og önnur trúarbrögð er það sem meginþorri þjóðarinnar vill hafa. Hvað sem hver segir.
Ps.Greta. Flestum öðrum heldur en þér myndi nú finnast útsprungin blóm lyngrósanna að vori með fallegustu vorboðum. Allavega líkar mér betur við blómin mín heldur en allt of margar mannskepnurnar þau eru þó heiðarleg, koma til dyranna eins og þau eru klædd og eru sæmilega áreiðanleg og brosa framan í lífið og eru ekki að skrattast út í allt og alla. Ef þér myndi líka það betur gæti ég nú svo sem eins og annað blómabarn í bloggheimi birt mynd af skrattanum sjálfum eða Andrési önd ef því væri að skipta. Ég skil ekki komment þitt varðandi “eitthvað blómaskrúð” Það er ekki laust við að þetta sé dulbúin tilraun tilo þess að sýna persónulega fyrirlitningu á viðmælandanum, "ég reikna með" að það muni vera hluti af siðaboðskap humanisma og veraldarhyggju (kannski að ég búi nú til nýtt hugtak, Jóhannisma) að gera sem mest af slíku. Grundvallaratriðið er að fólk sem er að ræða slík málefni séu ekki slíkar raggeitur að sigla undir fölsku flaggi nafnleyndar. Ef þú rýnir í myndina af lyngrósinni þá er ég á bakvið hana, en ég sést bara ekki. Ég held að þú ættir frekar að hnýta í púkann og Doktorinn... þeir eru ógurlegir fýlupúkar.
Hilmar Einarsson, 5.12.2007 kl. 15:29
Sæll, Hilmar. Þú vísar til vígaferla og þá líklega upp úr þeim heimildum sem sagnaarfur okkar geymir. Það er nú svo að menn gengur nú ekki um og vógu mann og annan í gríð og erg í gamla daga svo ekki er hægt að taka slíkt sem dæmi um lyndiseinkunn forfeðra okkar. Að mínu mati sé ég best hversu vel upplýst og framsýnt þetta fólk er á því hversu friðsöm siðaskiptin urðu enda vissi Þorgeir Ljósvetningagoði sem var að ef Íslendingar hefðu hafnað 'tilboði' Noregskonungs um kristnitöku fengju þeir í heimsókn kristnaðan her kóngs sem ekki hefði eirt einu né neinu hér heima. Ég vísi í fyrri skríf mín um þetta mál hér.
Hvað varðar 'kristið' siðgæði, þá er það skoðun mín að það sé ekki annað en góðir mannasiðir. Þú hefur aðra skoðun og það er í góðu lagi. Það breytir hins vegar ekki því að um árþúsundir fyrir kristni komust menn vel af án hennar og byggðu upp glæst menningarsamfélög sem ekki liðu fyrir skort á siðgæði. Mitt mat er að þegar kristni kemur til skjalanna eru forstjórar hennar í þeirri aðstöðu að geta valið það besta og hafnað því versta úr reynslu þeirra sem höfðu á undan gengið. Auðvitað er það ekkert nema snjallt hjá þeim, en þeir fundu ekki upp gott siðgæði.
Almenn og hlutlaus fræðsla í skólum um hin ýmsu trúarbrögð er af hinu góða, en þá skal hún látin í té af til þess bæru fólki. Fulltrúar kirkjunnar eiga ekkert erindi inn í skólana frekar en fulltrúar Krossins, Votta Jehóva eða Vísindakirkjunnar. Fræðum börnin hlutlaust um möguleikana, sem innifela einnig trúleysi, og gefum þeim færi á frjálsu vali þegar þau hafa þroska til. Réttur til trúleysis er jafn sterkur og rétturinn til að trúa.
Óli Jón, 6.12.2007 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.