6.12.2007 | 15:47
"Allveg grenjandi snilld"
Vissulega eru þetta strákapör hjá blessuðum drengnum, það er sannarlega ekki hægt að horfa öðruvísi á þetta. Það sem gerir málið hins vegar alvarlegt eru þau viðhorf sem birst hafa í bloggum sem hrúgast hafa inn vegna þessa þar sem fólk heldur varla vatni yfir "snilldinni". Þetta er líklega tær snilld á mælikvarða siðferðisgilda Siðmenntarmanna.
Í alvöru talað, blessaður drengurinn er að villa á sér heimildir, finnst fólki siðferðilega rétt að alla slíka hegðun upp í ungu fólki og gapa svo hver upp í annan í taumlausri aðdáun?
Skagapiltur pantaði viðtal við Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hilmar Einarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til þess að forðast misskilning. Ég er ekki að gagnrýna prakkarastrik drengsins, mestu fyrimyndarbörn gera óteljandi prakkarastrik og saklausa hrekki.
Ég er að gagnrýna dómgreindarskort hinna fullorðnu sem dásama þennan hrekk í bak og fyrir og spana hann upp með hástmmdum lýsingaorðum. Enda er drengurinn hæst ánægður með athyglina og allveg tibúinn í slaginn aftur. Það verður nú að toppa þetta.
Aðspurður í visir.is hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu."
Hilmar Einarsson, 6.12.2007 kl. 17:02
Fyrirgefðu, ég myndi líklega ekki kommenta hjá þér nema afþví ég sá komment frá þér svo víða í sambandi við þetta mál. Hvar í ósköpunum finnur þú rök til að blanda Siðmennt í málið? Hefurðu einhvers staðar séð Siðmennt eða forsvarsmenn þeirra samtaka hrósa stráknum?
Ég tel mig vera trúaða, fer í kirkju og bið bænir, og samt finnst mér þetta fyndið. Enda leit ég ekki svo á að við staðfestingu skírnarinnar þyrfti allur húmor að hverfa.
Dísa (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:19
Mér finnst þú frekar fanatískur í garð þessa prakkarastriks, og tel ég þetta eins og þú segir saklausann hrekk. Svo vogar þú þér að tala um dómgreindarkort hjá okkur fullorðna fólkinu, það vantar greinilega allan húmor í þig. Fólki finnst þetta fyndið uppátæki hjá drengnum.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:04
Sko mér finst rugl fyrsti pósturinn,, ég og vífill erum góðir vinir, þessi strákur var fermdur og með gott uppeldi, foreldrar hans eru báðir kennarar í framhaldskóla.. Þetta er auðvitað bara "prakkarastrik" en samt fkn snilld
Fjalar Þór (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:12
Ég tek það eina ferðina enn fram að ég beini gagnrýni minni ekki að Prakkarastriki drengsins, og það er alltí lagi að fólk brosi út í annað yfir þessu og vissulega er það í lagi að þykja þetta "fyndið". Þetta er ekki spurning um "fanatík" eður ei.
Það skiptir ekki máli hvort Vífill sé vel uppalinn og eigi fyrirmyndar foreldra. Þess þá heldur er þeim best treystandi til þess að benda drengnum góðlátlega á að það sé nú vænlegt að fara að stunda slíkt.
Það er margt sem við öll gerum í lífinu til þess að gleðja aðra og gera okkur sjálfum glaðan dag. Stundum getur kitlað okkur og ekki síst undirritaðann, að vera með hæfilega kerskni gagnvart samferðamönnum. En við verðum að gæta að því að forðast það í lengstu lög að fara yfir strikið, jafnvel þótt öll veröldin telji sig eiga veiðileyfi á einhverja einstaklinga.
Það er fólkið úti í bæ sem er að senda Vífli baráttukveðjur sem eru slæmar fyrirmyndir.
Ég væri t.d. ekki tilbúinn til þess að Pétur eða Páll úti í bæ fari að nota nafn mitt og persónulegar upplýsingar um mig einhversstaðar til þess að villa á sér heimildir í mínu nafni, ég lána ekki einu sinni ókunnugum ávísanaheftið mitt (ef ungt fólk í dag veit þá hvað það er) :-) mér er allveg sama þótt öllu þessu fóki sem hefur sent drengnum baráttukveðjur sé sama um sín tékkhefti og nöfn.
Maður hvetur ekki hrekkjalóma til dáða. Svona saklausir hrekkir þar sem gerendur gangast upp í athyglinni kalla gjarnan á það (eins og í þessu tilfelli sbr. ummæli Vífils á visir.is) að leikurinn sé endurtekinn og ekkert er varið í það nema að toppa þann fyrri.
Sumum strangheiðarlegum og veluppöldum einstaklingum finnst alltí lagi að "graffa" upp um alla veggi út um allt. Sumt af slíkum verkum er allveg rosalega flott. Er fólk samt almennt tilbúið til þess að mæra slíkan verknað? Alla vega ekki "í túninu heima".
Ég vitna í siðfræðileg viðhorf Siðmenntar með vísan í blogg Jóhanns Björnsonar kennara og einn forvígismanna þess félagsskapar: hvernig er þetta ókristilega siðgæði frábrugðið hinu kristilega? Jú einfalt dæmi: "Vissulega kenni ég börnunum að rangt sé að stela nema brýna nauðsyn beri til, rangt sé að vera óheiðarlegur og ljúga nema brýna nauðsyn beri til" (feitletrun undirr.) http://johannbj.blog.is/blog/johannbj/
Hilmar Einarsson, 6.12.2007 kl. 20:33
Ég væri alveg til í að fá númerið hjá drengnum og hella mér aðeins yfir stríðsglæpamannin lítilmótlega hann Blóð Busa.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.12.2007 kl. 20:53
já fínt já sæll sko herra Hilmar Einarsson!... Það væri ágætt ef þú gætir bent mér á hvar ég minnist á skilríki eða hvar saklausi strákurinn af skaganum notar skilríki í blogginu mínu...?? þú telur þig greinilega vera að skrifa einhverja ógurlega fyndna og kaldhæðna snilli! EN svo ég svari þessu bulli þínu sem er þó hnitmiðað og vel skrifað.... þá dööö að sjálfsögðu hefði ég EKKI áhuga á þessu
Hitt er annað, ef þú lítur algerlega kalt á málið líkt og ég var að gera í minni bloggfærslu þá er þetta saklaust símtal!! ÉG var meira að velta fyrir mér hræðsluáróðrinum sem á sér stað þarna í Ameríkusýslunni... hefur þá ekkert skemmtilegt út á það að setja? Í símtalinu meiddist enginn, engin sprengjuhótun kom þar fram.. ekkert.... Nema hann sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson!! Já auðvitað er ljótt og skammarlegt að villa á sér heimildir en því miður þá gerist það oft á dag í heiminum... Ákkúrat þetta tilfelli var þó mjög saklaust eins og það kemur fyrir í fréttinni!!! En að sjálfsögðu á ekki að hvetja piltinn til dáða með þetta líkt og kannski sumir hafa verið að gera! og hana nú!
Guðný Lára, 6.12.2007 kl. 23:30
Ég vitna í siðfræðileg viðhorf Siðmenntar með vísan í blogg Jóhanns Björnsonar kennara og einn forvígismanna þess félagsskapar: hvernig er þetta ókristilega siðgæði frábrugðið hinu kristilega? Jú einfalt dæmi: "Vissulega kenni ég börnunum að rangt sé að stela nema brýna nauðsyn beri til, rangt sé að vera óheiðarlegur og ljúga nema brýna nauðsyn beri til"
Til upplýsinga fyrir þig þá er Jóhann hér væntanlega að vitna í siðferðisklemmur sem gjarnan eru ræddar í heimspeki. Dæmin eru gjarnan á eftirfarandi veg:
1. kona með 4 ungabörn, á enga peninga og enga félagslega aðstoð að finna. Hvað á hún að gera? Á hún og börnin að svelta eða er réttlætanlegt að stela við þessar aðstæður. Þetta er sú spurning sem aðilar verða að gera upp við sjálfan sig út frá siðferðisgildum hvers og eins.
2. Maður hleypur framhjá þér og þú sérð hvert hann fer. Á eftir honum er aðili sem þú veist að ætlar að drepa hann en hann mun ekki gera þér neitt. Hann spyr þig hvort þú vitir hvert maðurinn fór. Ef þú segir satt þá veistu að hann mun drepa manninn. Hvað áttu að gera áttu að gera? Segja satt og vita að maðurinn mun þá verða drepinn eða áttu að ljúga? Enn og aftur þá er þetta siðferðisleg klemma um hvað fólk eigi að gera við þessar aðstæður.
Guðrún (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.