Innihaldslaust orðagjálfur Siðmenntar

Innihald þessa "opna bréf" þarf nú ekkert að koma á óvart eftir að hafa fylgst með hamförum "siðmenntarfólks" og annara ofvirkra einstaklinga úr röðum svokallaðra "trúleysingja". 

Túlkun þessa fólks á tilvitnunum úr biblíunni í rökstuðningi sínum þegar reynt er að slá umsig "á bak við víglínunna".  Ber þess vott að þar sé miklu frekar á ferðinni fólk sem er miklu meira bókstafstrúar heldur en nokkrir þeir harðsvíruðustu "bókstafstrúarmanna" úr röðum kristinna "sértrúarsafnaða" hafa nokkurn tíman verið.  

Ég verð að segja eins og er að þetta bréf veldur verulegum vonbrigðum miðað við það sem gefið hafði verið í skyn áður og biskup var tilbúinn að taka þeirri hönd sem sumir álitu vera útrétt sáttarhönd þar sem dregið var úr mesta ofstopanum.

Þetta bréf reynist vera hefðbundið einskis nýtt orðagjálfur og tími til kominn að hætta slíkri sýndarmennsku og fordómafullum skotgrafahernaði og tilnefna eitthvað sæmilega vitiborið fólk til þess að setjast niður og ræða málin í fyllstu alvöru og ná viðunandi sátt í þessu mikla hitamáli. 

Eftirfarandi kásúla í bréfi siðmenntar ber nú ekki vott um að fagmennska skuli höfð í fyrirrúmi:

 “Kennsla í trúarbragðafræði, kristinfræði, heimspeki og siðfræði á að vera í höndum fagmanna-kennara.”

Hversu margir kennarar skyldu nú uppfylla þessar kröfur?  Nú þegar er stefnt að því að lengja nám kennara, er það nú ekki í bakkafullanlækinn að ætlast til þess að þeir gerist að auki "fagmenn" í siðfræði, trúarbrgðafræði og kristnifræði?  Hvað halda forsvarsmenn Siðmenntar að prestar, djáknar og heimspekingar séu eiginlega (það eru meira að ségja til nokkrir siðfræðingar)? Spyr sá sem ekki veit.

 


mbl.is Siðmennt svarar biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Þú ert augljóslega trúaður og ég er trúleysingi, þannig að það þíðir lítið fyrir okkur að þrætast.

En, að láta prest úr þjóðkirkjunni kenna trúarbragðarfræði og heimspeki, er eins og að láta Sóley Tómasardóttur kenna samfélagsfræði.

Baldvin Mar Smárason, 9.12.2007 kl. 21:33

2 identicon

Ég sé nú ekki betur en innihald þessa opna bréfs snúist um að benda á ranfærslur í bréfi biskups. Veit ekki hvernig er hægt að líta á það sem afleiðing af einhverjum hamförum.

Þú ert líka með gríðarlegar ranghugmyndir um hvað Siðmennt gerir. Þetta eru samtök sem hjálpa fólki sem þarf eða vill halda einhverskonar athöfn án aðkomu trúarbragða sem venjulega eru  haldnar í kirkjum, td. jarðarfarir, nafngiftir, brúðkaup, fermingar o.s.frv. Þau berjast líka fyrir því að allir séu jafnir þegar kemur að trúmálum. Það er ekkert sem segir að allir sem nýta sér þjónustu Siðmenntar séu trúleysingjar.

Svo veit ég ekki hvað þú átt við þegar þú talar um "svokallaðra "trúleysingja"". Helduru að þetta fólk sé bara að ljúga um skoðanir sínar, það sé í rauninni trúað?

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þau berjast fyrir því að allir séu jafnir þegar kemur að trúmálum? Svo ég vitni í einn „trúbróðir“ þinn:

„Siðmennt eru samtök sem að berjast gegn trúarlegur hagsmunasamtökum svo sem þjóðkirkjunni, kaþólsku-kirkjunn og öðrum trúfélugum osfr. “

Segðu mér, hvernig fer þetta saman? Þetta er eins og að hlusta á félag bankaræningja hvetja fólk til þess að auka innlán sín hjá bönkunum, einungis til þess að geta brotist inn í bankana af því það er meira í þeim.

Magnús V. Skúlason, 9.12.2007 kl. 22:25

4 identicon

Ég á mér engan trúbróðir, og hef ekki hugmynd um hvern þú ert að tala. Ef þessi maður var talsmaður Siðmenntar hef ég greinilega verið að misskilja hvað þessi samtök gera, ef hann var það ekki held ég að hann sé að misskilja það.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:36

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Magnús, Siðmennt berst ekki gegn trúarbrögðum. Það mætti kannsi segja það um marga Vantrúarmenn að þeir geri það, yfirlýst stefna Vantrúar er að berjast gegn hindurvitnum. En Siðmennt hefur aldrei barist gegn trúarbrögðum.

Núna þegar trúlausir Íslendingar eru álíka margir og þeir sem kusu stjórnarandstöðuna, og kristnir Íslendingar eru álíka margir og þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, er þá eðlilegt að prestar fari inn í skóla og leikskóla án þess að spyrja einu sinni foreldrana og halda sínum áróðri að börnum?

Kennsla í grunnskólum fer fram af grunnskólakennurum. Einstaka prestur er með kennararéttindi en ég veit ekki til þess að prestar kenni fagið "Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði" neins staðar þó það geti verið.

Enda snýst málið ekki um það. Trúaráróður í skólum á vegum þjóðkirkjunnar hefur vaxið gríðarlega síðustu einn eða tvo áratugi. Þjóðkirkjan hefur verið með markvisst átak að koma sér í skólana, væntanlega vegna þess að skoðanakönnun sem gerð var 1984 sýndi að einungis 30-40% Íslendinga voru kristnir. Í Noregi er ástandið svipað og hérna, nema þar var í lögum alltaf gert ráð fyrir að foreldrar sem það vildu gátu dregið nemendur út úr ákveðnum þáttum í faginu "Kristinfræði, heimspeki og trúfræði" sem norsarar kenna.

Nokkrir foreldrar sem voru ósáttir við síaukna inntroðslu presta og sífellt meira trúboð í kennslu kærðu málið og enduðu með að fá álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og fengu einni dóm Mannréttindadómstólsins í Haag. Samkvæmt þessum úrskurðum þá má ekki stunda trúboð í skólum. Trúboð er t.d. kirkjuferðir á skólatíma, að kenna börnum að biðja bænir eða syngja sálma, að kenna kristnifræði eins og allt sé satt sem standi í biblíunni osfrv.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er nýbúin að semja ný grunnskólalög þar sem tekið er tillit til þessa dóms. Siðmennt fagnaði því og var í staðinn kölluð "hatrömm" samtök af Biskupi (sem hefur reyndar kallað trúleysingja, þ.e. um fjórðung þjóðarinnar, miklu verri nöfnum undanfarni ár - bendi á að hann er embættismaður ríkisisins).

Biskup talar mjög illa og niðrandi um Siðmennt og trúleysingja og hefur gert lengi. En honum er vorkunn, kristni dalar og þessi laumuleið kirkjunnar, að troða áróðri sínum í börnin þar sem foreldrarnir sáu ekki til, er greinilega að mistakast illilega. Biskup og kirkjan öll með eggakjökuna furðu brúnleita yfir allt andlitið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.12.2007 kl. 23:19

6 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Magnús, ég og Guðmundur erum engir trúbræður.

Þekki ekki til hans og hef ekki hugmynd um, hvernig hann túlkar lífið og tilveruna,

En mér finnst kjánalegt af þér að kippa einhverri línu, úr texta sem ég skrifaði við aðra færslu, til þess að vitna í.

En orðið "berjast" var eflaust of hart hjá mér, "vega upp á móti" er líklega réttara "orð".

P.s.

Ég er enginn talsmaður siðmenntar, þó svo ég sé meðlimur í þeim samtökum.

En ég hef mínar eigin skoðanir og geta rætt um þessi mál á eigin forsendum.

Baldvin Mar Smárason, 9.12.2007 kl. 23:33

7 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Bréf Siðmenntar er ekki impónerandi finnst mér. Þetta eru mest hártoganir um smáatriði og afvegaleiðingar. Það mætti segja mér að þjóðin hafni þessu félagi, sem kýs að ráðast á kristna menn af virðingarleysi. Annars má margt gott segja um húmanismann og auðvitað gæti félagið Siðmennt kynnt hugmyndir sinar með allt öðrum og meira aðlaðandi hætti. Kirkjan mun ekki svara þessu hártogunarbréfi enda er lítil ástæða til.

Guðmundur Pálsson, 10.12.2007 kl. 00:27

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Hilmar

Þú ferð hér stórum orðum um bréf Siðmenntar en kemur ekki fram með nein einustu rök fyrir dómum þínum um bréfið nema þau að þú teljir kennara ekki færa um að kenna "trúarbragðafræði, kristinfræði, heimsspeki og siðfræði".  Þetta er móðgandi gagnvart grunnskólakennurum.  Eflaust má bæta menntun þeirra í þessum efnum og ekki veitti af að skipta um bækur sem kenndar eru, því þær eru útbúnar af fulltrúum þjóðkirkjunnar og fjalla um kristni sem uppáhald en ekki út frá augum hins hlutlausa skoðanda.  Kennarar kenna stærðfræði, ekki stærðfræðingar.  Kennarar kenna líffræði, ekki líffræðingar o.s.frv.   Það er meira að segja til félag kennara í trúarbragðafræði og halda þeir úti vefsíðu.  Ég ætti að segja þeim frá þessum ummælum þínum.

Guðmundur Pálsson

Bentu vinsamlegast á þessar "afvegaleiðingar" sem þú nefnir.   Reyndu að færa rök fyrir máli þínu eins og allt sanngjarnt fólk gerir.   

Varðandi tal þitt um höfnun skal ég segja þér að félugum í Siðmennt hefur fjölgað um 14% á síðustu 10 dögum, sem er meira en nokkru sinni í sögu þess utan stofnársins.   Enginn félaga hefur sagt sig úr því.   

Þú segir "...félagi, sem kýs að ráðast á kristna menn af virðingarleysi."  Hvað áttu við með þessu?  Þetta eru alvarlegar ásakanir gagnvart félagi sem sýnir öllum mannvirðingu þó skoðanir geti verið skiptar.   Gerir þú e.t.v. ekki greinamun á þessu tvennu?  Vinsamlegast rökstuddu mál þitt.

Já húmanisminn er góð lífssýn og ég vona að þú sjáir að Siðmennt fylgir henni.  Hvað fannst þér um niðrandi orð Biskups?  Þú talar ekkert um gífuryrði hans ("hatrömm samtök") sem venjulega eru notuð yfir hryðjuverkasamtök eða önnur samtök ofbeldis og kúgunar.   Telur þú þessi ummæli hans rétt?

Svanur Sigurbjörnsson, 10.12.2007 kl. 01:47

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mér finnst bera nokkurn skort á marg yfirlýstu umburðarlindi kristinna manna og kvenna í allri þessari umræðu.

Fannar frá Rifi, 10.12.2007 kl. 02:37

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Svona voru frumkristnusöfnuðirnir ofsóttir í rómasrveldi, eins og biskupinn ofsækir nú siðmennt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 06:06

11 Smámynd: Hilmar Einarsson

1. Baldvin Mar. 

“Þú ert augljóslega”  afskaplega fordómafullur.  Hvar kemur það fram í skrifum mínum að ég sé “augljóslega trúaður”? og hvaða fordæming er þetta á nafngreindri manneskju þótt hún hafi sterkar umdeildar skoðanir á kvenréttinda- og jafnréttismálum? 

  2. Guðmundur Ólafsson.Ég nenni ekki að skattyrðast um ímyndaðar rangfærslur.Hvað varðar einhverjar “gríðarlegar ranghugmyndir um hvað Siðmennt gerir” þá virðist mér þú vera algerlega úti að aka varðandi það sem þú skrifar um í þeim  efnum. ?Þetta eru samtök sem hjálpa fólki sem þarf eða vill halda einhverskonar athöfn án aðkomu trúarbragða sem venjulega eru  haldnar í kirkjum, td. jarðarfarir, nafngiftir, brúðkaup, fermingar?... Vissulega getur það verið gott og blessað að einhverjir gefi ráð varðandi jarðafarir án trúarlegra vísana.  Slíkar athafnir hafa oft verið haldnar í íþróttahúsum, félagsheimilum o.fl. veraldlegum stöðum.  Ég skil ekki hvað þú ert að blanda nafngift í þetta.  Ég veit nú ekki til þess að nokkur maður hafi hingað til þurft á sérstakri athöfn að halda til þess að gefa barni nafn, meðal ?kristinna? manna tíðkast það alla vega ekki.  Brúðkaup er hægt að halda hvar sem er, þess vegna á fallegum stað úti í (guðs)grænni, náttúrunni og það gera reyndar margir úr öllum trúfélugum jaft og aðrir. Fermingar eru sér kapítuli.  Borgaralegar fermingar eru til komnar af allt öðrum hvötum.    Í kynningarbæklingi Siðmenntar kemur m.a. fram: ?Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem tildæmis eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit? Sá sem er ekki tilbúinn til að strengja trúar heit gerir það þar af leiðandi ekki og sleppir því einfaldlega að láta ferma sig.  ?Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins?  Á hvaða grundvelli byggja þessi viðhorf?  Eru það viðhorf Jóhanns Björnssonar sem hefur umsjón með ?fermingarnámskeiðum? Siðmenntar?  Á heimasíðu Jóhanns kemur m.a. fram ?ég hef kennt í grunnskóla í bráðum sjö ár og hef svo sannarlega lagt mig fram við að viðhafa ekki kristilegt siðgæði í störfum mínum? (samanb. 2. gr. núverandi grunnskólalaga) og áfram heldur hann ?Vissulega kenni ég börnunum að rangt sé að stela nema brýna nauðsyn beri til, rangt sé að vera óheiðarlegur og ljúga nema brýna nauðsyn beri til?... Hver er þessi ?brýna nauðsyn?? 

Í bæklingi Siðmenntar um borgaralega fermingu stendur: “Borgaraleg ferming er önnur leið til að læra eitthvað (feitl. HE) gagnlegt og halda upp á þessi tímamót í lífinu”... Er verið að tala um að læra einhverja moðsuðu úr smiðju Jóhanns Björnsonar?  Hvaða eitthvað og hvaða tímamót í lífinu er verið að tala um?  Borgaraleg fermig sem byggð eru á þeim forsendum sem flaggað hefur verið og aðstoð við þær “athafnir” sem taldar eru upp hjá Siðmennt er hreinræktuð hræsni.

    4. Seinni athugasemd Guðmundar.  Menn fara afskaplega frjálslega með orðið trú og trúleysi það er allveg rétt.  Málið er nefnilega það að algert trúleysi er fágætara en 400 carata demantur af bestu sort.  Harð svíruðustu ?meintu trúleysingjar? hafa iðulega óbilandi trú á eign mátt og ágæti, það er nefnilega trú í sjálfusér.   Nú telur sjálfsag einhver að ég sé kominn út í hártoganir? Mikið rétt, málið er samt ekki allveg svo einfalt.  Það eru nefnilega ákaflega litlar líkur á því að nokkur maður komist lifandi frá lífinu án þess að einhverntíman að hafa þurft að sleppa frá sér hinni algjöru rökhyggju á einhverjum tímapunkti.  Þa.a.l. eru talsverða líkur á því áð ú Guðmundur eigir þér fullt af trúbræðrum.  5. Brynjólfur.  Ég vil fá að kommentera 1. mgr.  Það ar rétt að gera verður greinarmun á Siðmennt og vantrú.  Það er einnig rétt að samkvæmt stefnumiðum sínum berst siðmennt ekki gegn trúarbrögðum þó svo að það sé yfirlýst stefna þeirra að berjast gegn einni sérstakri kirkjudeild og rétt er það að siðmennt er ekki jafn forstokkað og vantrú. 2.mgr. er ekki orðum á eyðandi þar sem hún er aðallega skætingur. 3.mgr Varðandi kennslu fagmanna-kennara er verið að syngja framtíðarmúsík. 4.mgr. Þessi söngur um “trúaráróður,” (“trúboð”eins og margir syngja) á einfaldlega ekki stoð í raunveruleikanum annað nenni ég ekki að kommentera á að sinni. 5.mgr. Um  þessi atriði hefur verið svarað af prestslærðum mönnum sem hafa verið duglegir hér á þessum vetvangi. 6.mgr. Þessi málsgrein dæmir sig að mestu sjálf, ég vil benda á að fram menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til nýrra grunnskólalaga og hefur það ekki enn hlotið umræðu eða afgreiðslu svo það er enn ekki orðið að lögum.  8. Kristinn Haukur. Mér væri skapi næst að henda Þinni færslu út svo ósvífin er hún  ?Prestar eru ekki fagmenn í að kenna börnum. Þeir eru fagmenn í að sólunda almannafé (feitl.HE) og syngja illa.?Ég spyr bara einfaldrar spurningar.  Gerir þú þér grein fyrir því hversu alvarlegar ásakanir þú ert að bera hér fram?  9. Blessaður Svanur. Þakka þér fyrir innleggið.  Ég get nú kannski ekki eignað sjálfum mér ?stór orð?  Sannleikurinn er einfaldlega sá að bréfið er harla rýrt af efni þannig að í þeim efnum sé ég ekki ástæðu til að breyta neinu.Ég hef engin orð uppi með það að kennarar séu ekki “færir” um þessa kennslu.  Í tilvitnuðum opnu bréfaskrifum er talað um að  “Kennsla í trúarbragðafræði, kristinfræði, heimspeki og siðfræði á að vera í höndum fagmanna-kennara.”  Við eigum svo sannarlega mikið af góðum kennurum en það er mjög gott í öllum   sérgreinum að fyrir hendi séu einhverjir í kennarastétt með góða sérfræðimenntun. Ég var einfaldlega að benda á að að er til of mikils ætlast að grunnskólakennarar bæti almennt sérmenntun ofan á sína kennara menntun.   Það er hinsvegarmjög góður kostur fyrir skóla að geta kallað til sérfræðinga í einstökum greinum til uppfyllingar í fögunum. 

Þú þarft ekki að vera með HÓTANIR við mig um að “klaga mig” fyrir einum eða neinum og ég get fullvissað þig um að ég er í ágætis persónulegum við kennarastéttina.  Þetta er ekki smekklegt hjá slíkum hófsemndarmanni sem mér hefur nú virst sem þú værir í málflutningi.  Ég kæri mig ekki um svona persónulegar hótanir hér.

 10. Fannar frá Rifi.  Það er nú til marks um hógværð og umburðalyndi kristinna manna og kvenna í þessari umræðu hversu þeir hafa leyft ótrúlegustu kverúlöntum að gjamma án þess að rísa upp í stórum hópum.  11. Anna Benkovic: Það er nefnilega málið að staðan er nú orðin þannig víða að það eru einmitt Kristnir sem þurfa orðið að fara í felur sbr. Yfirlýsingar Tony Blair.  Svo yfirgengilegur og óvæginn er málflutningur orðinn víða að menn kjósa það frekar að draga sig í hlé heldur en að verða úthrópaðir.  Sbr. Hótanir Svans við undirritaðan í færslu nr. 9

Eins og þú veist harla vel getum við þó huggað okkur við það að öll él styttir upp um síðir, Páll postuli var nú ekkert sérlega mjúkhentur við hina frumkristnu í upphafi.  Þar voru líka mun alvarlegri hlutir í gangi.  Menn fangelsaðir, pintaðir og jafnvel drepnir.  Má í framhaldinu reikna með því að Þjóðkirkjan verði vænd um að vera eins og nasistar forðum?

(það er verið að tala um að kaupa færanlegan brennsluofn til landsins)

Hilmar Einarsson, 10.12.2007 kl. 17:18

12 identicon

Íslenskt samfélag er byggt upp á kristinni trú OG ásatrú. Ég skil ekki þennan svakalega hita kristnu trúnna, jú það er fínt að kenna börnunum sögu Íslands í grunnskólunum en ef við viljum kenna börnunum umburðarlyndi og frjálsan vilja þá skulum við gera svo vel og setja á laggirnar trúarbragðafræði í stað kristnifræði og kenna þeim öll helstu trúarbrögð heimsins. Þá fyrst fáum við hið svokallaða trúfrelsi sem við viljum svo vel státa okkur af.

Svo finnst mér fínt að prestar séu eitthvað að aðstoða í skólum en ef þeir eru að þröngva trúnni upp á ungdóminn þá er kristnin strax farin að missa gildi sitt. 

Spekingur (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 08:27

13 identicon

Hilmar Einarsson þú átt hrós skilið fyrir að fylgja þinni sannfæringu svo kröftuglega. Reyndar hefur það vantað svolítið hjá meirihluta kristinna manna (þ.e. meirihluta Íslendinga) og þar af leiðandi lítur út fyrir það að þessi "siðmennt" sé stærri en hún raunverulega er; en varla nennir meirihluti kristinna manna (meirihluti Íslendinga) að standa í þessum skrípaleik...

Ívar (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Einarsson

Höfundur

Hilmar Einarsson
Hilmar Einarsson
Höfundinum er ekkert úr mannlegu samfélagi óviðkomandi

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband