12.2.2008 | 17:52
Reglubundið móðursýkiskast samborgara vorra vegna "ruslpósts"
Þetta röfl út af svonefndum ruslpósti jaðrar við að vera orðin móðursýki hjá fjölda fólks.
Ég hef tnokkra reynslu af þeirri meintu glæpastarfsemi að vera í blaðburði. Ég efast um að landsmenn muni yfir höfuð fá eitt einasta dagblað borið til sín í framtíðinni ef ætlast yrði til þess að blaðberar fari að standa úti um borg og bý flettandi blöðunum til þess að tína innan úr þeim eitthvað sem mis sérlundaðir íbúar vilja ekki fá inn til sín. Ég persónulega til dæmis gæti vel hugsað mér að sleppa við að fá haug af íþróttasíðum í hverjum mánuði inn til mín.
Ég er ekki allveg sannfærður um að þið ágætu samborgarar yrðuð sérlega ánægðir að greiða póstdreifingafyrirtækjum hundruði þúsunda króna fyrir burðargjöld undir póstsendingar og eiga svo von á því að það væri eingöngu hluti póstsins sem myndi skila sér. Það vill nefnilega svo til að svokallaður fjölpóstur (ruslpóstur) er eins og nafnið gefur til kynna ósköp venjulegur póstur sem fyrirtækjunum sem fá greitt fyrir útburð hans ber skylda til að koma til skila að öðrum kosti yrðu viðskiptavinir að kæra póstfyrirtækin fyrir fjárdrátt ef greidd þjónusta er ekki innt af hendi.
Fólk getur óskað eftir því að vera tekið út af dreifingalistum dagblaðanna sem eru jú yfir 90% af pappírnum sem berst, þannig geta póstdreifingafyrirtækin haft yfirsýn yfir þann fjölda sem þau láta greiða fyrir. Hinn eiginlegi ruslpóstur er nefnilega ákaflega lítið hlutfall af því sem berst inn um lúgur landsmanna.
Það er jafnframt vert að halda því til haga að það er allveg ótrúlegt hvað sumt fólk er fljótt að kvarta undan vinnu blaðbera ef svo slysalega vill til að suma auglýsingapésana vanti í blöðin.
Þvíu má bæta hér við að mér finnst reyndar allveg óþolandi að geta ekki horft á sjónvarp, hvað þá hlurtað á útvarp án þess að þar dynji endalausar auglýsingar.
Í alvöru elskulegu og virðulegu kverúlantar mínir. Þetta er einfaldlega nútíma neysluþjóðfélag sem við lifum í og er allt slíkt áreyti jafnt á öldum ljósvakans og í prentuðu formi eðlilegur hluti mannlífsins til þess að koma allskyns boðum á framfæri við okkur sumt viljum við fá annað ekki seins og gengur, við verðum þetta er ekki bara spurning um einverskonar "friðhelgi einkalífs" það er nefnilega einnig réttur margra aðila að koma skilaboðum áleiðis og sum skilaboðin viljum við fá, hvar á svo að draga mörkin?
Ps: Ágætu bloggarar, prófið að taka tilboði Friðriks Skúlasonar (Púkinn)
http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/415812/
Svona grátkór er nefnilega ekki allur jafn mikið sjálfum sér samkvæmur.
Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hilmar Einarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað er ekki hægt að flokka innan úr fríblöðunum, skil ekki þá hugmynd.
Aftur á móti stið ég heilshugar þá aðgerð að geta stöðvað fríblöðin alfarið í að koma inn um lúguna hjá mér og sama á við um allann póst ómerktann mér. Ef ég óska ekki eftir því, hversvegna ætti þá að troða því inn á mig??? Þar með tek ég líka undir orð þín með auglýsingar í sjónvarpi (útvarp hlusta ég svotil aldrei á amk ekki nóg til að verða pirraður á auglýsingum þar.)
Þú segir þarna að hægt sé að afskrá sig af listum blaðanna, veistu það er bara alls ekki alveg svo einfalt félagi. Ég er búinn að berjast fyrir því síðan á degi eitt í útgáfu sögu Fréttablaðsins að stöðva það en það líður aldrei sú vika að ég fái ekki amk eitt blað hérna inn um lúguna.
24Stundir eru líklega bara með lélegri útburðarfólk (ekki kvarta ég þó) þar sem þar hef ég svotil ekkert þurft að hafa fyrir synjun, og blaðið kemur samt "bara" ca. eitt blað aðra hverja viku.
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 12.2.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.