27.3.2008 | 15:06
Birkir Jón Jónsson alþingismaður
Birkir Jón hver er það sem greiðir fyrir þig kostnað við gerð og dreifingu þeirrar tegundar ruslpósts sem kallaður er kosningaáróður?
Ekki ætlar þú að segja mér að þú sitjir með hendur í skauti fyrir kosningar án þess að reyna að vekja athugli á sjálfum þér og málefnum þeim sem þú þykist standafyrir ásamt þínum flokki?
Ef svo ólíklega vill til að þú standir fyrir dreyfingu á slíku kynningarefni, ert þú þá ánægður með að greiða hundruði þúsunda króna fyrir póstlagningu slíks efnis sem svo berist aldrei til viðtakenda?
Hvað kallast það þegar þú greiðir fyrir þjónustu hjá stórum fyrirtækjum sem síðan skila ekki af sér þeirri þjónustu sem greitt hefur verið fyrir?
Þú veistþað manna best sökum stöðu þinnar að það er nauðsynlegur þáttur í nútíma þjóðfélagi að til séu leiðir til þess að sundurleitustu aðilar geti komið áleiðis kynningarefni af öllum gerðum. Ef þú ætlar að reyna að halda einhverju öðru fram er það einfaldlega lýðskrum og hræsni frá aðila sem reglulega er háður því að geta komið slíku efni frá sér.
ps. Það er ekkert skrítið að maddama Framsókn sé að skreppa saman ef hún kemur ekki á framfæri sjónarmiðum sínum eða lætur vita af sér inn á heimili landsmanna.
Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hilmar Einarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.