Það eru fleiri sem búa á þessu skeri heldur en gjaldeyrislánaskuldarar

Hann er sko afskaplega þröngur sjóndeildarhringurinn hjá fólki í þessu máli.  Vissulega er það afskaplega gott að þeir sem skulda þessi lán sem um var dæmt fá leiðréttingu sinnamála. En það eru barasta fleiri sem eru í vandræðum heldur en þeir. Þær ákvarðanir sem teknar verða þurfa auðvitað að gagnast öllum en ekki bara þessum takmarkaða hópi eigingjarnra eiginhagsmunaseggja.
mbl.is AGS hefur áhyggjur af bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Auðvitað. Það er áhugavert hvað þeir sem blogga hér eru almennt sammála um allt.  Það kemur ein og ein skynsemisrödd inn á milli. Það minnir mann á að það gistir gáfað fólk hér á landinu líka.   Svipað er þegar kannanir eru á Bylgjunni og skoðanaskipti á Sögu. Merkilegt. Sennilega sama fólkið allt saman.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.6.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Er það nú orðið eigingjarnt að krefjast þess að fólk virði dóm hæstaréttar??? Ert þú eitthvað verri eða hvað? Eða á bara að virða dóma eftir geðþótta? Hvað er að fólki eins og þér. Þú ættir betur heima í N-Kóreu eða þeim slóðum. Þar þurfa þeir ekki lýðræði. Hæstiréttur var bara ekki að fjalla um annað þessi lán. Reynið að troða þessu inn í hausinn á ykkur.

Davíð Þ. Löve, 25.6.2010 kl. 22:20

3 Smámynd: A.L.F

Þú fyrirgefur en ég á mjög erfitt með að sjá eigingyrnina í því að vilja ekki borga þessar upphæðir sem lánin hafa farið í, ég er búin að borga allan tímann af bílnum mínum og mín mánaðalega afborgun er mikið hærri en hún átti nokkur tímann að geta orðið.Og nei ég var ekki að spreða efnum fram greiddi 900þ út og tók 900þ. kr. lán. Akkurat þarna var þetta það eina skynsamlega, með barn með hreyfiskerðingu og veikdindi mín. Einu lánin sem voru í boði voru gengistryggð, sum að öllu leiti önnur að hluta til.

Ég mun ekki kippa mér upp við það þó vöxtum verði breytt á mínu láni, þó ég verði ekki sátt við það heldur. En verðtryggingu sætti ég mig aldrei við, því undir hana skrifaði ég aldrei.

Ég þekki fólk í báðum hópunum, verðtryggingarlán og gengistrygglán og veistu það er himinn og haf á milli afborgana þeirra og hversu mikið lánin hafa hækkað.

Verði ekkert gert með gengistryggðulánin heldur markaðurinn áfram að vera frosin hvort sem það sé bílamarkaðurinn eða fasteigna. Fólk mun enn halda að sér höndum og eyða minna sem er slæmt fyrir alla á landinu.

A.L.F, 25.6.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvað meinar þú með eigingjörnum eiginhagsmunaseggjum. Ef það er eignhagsmunagæsla að vilja getað leyft börnunum sínum að stunda íþróttir, taka sumarfrí og eiga í sig og á þá skal ég játa að vera eiginhagsmunaseggur. það er óþolandi að meira en helmingur að laununum fari í greiðslur að útbólgnum höfuðstólum bæði verðtryggðra lána og gengisbundina. Nú er nóg komið af þjónkun við þetta bilaða bankakerfi sem er helmingi of stórt.

Sigurður Sigurðsson, 26.6.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Einarsson

Höfundur

Hilmar Einarsson
Hilmar Einarsson
Höfundinum er ekkert úr mannlegu samfélagi óviðkomandi

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband